Hjá byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar liggur fyrir byggingarleyfisumsókn frá eiganda Sæbergs á Hofsósi, um leyfi til að gera minni háttar breytingar á húsnæðinu.

Breytingarnar varða stækkun á viðbyggingu hússins og er  áætlaður verktími um 6 mánuðir.

Framkvæmdin er innan verndarsvæðis í byggð sem er Plássið og Sandurinn á Hofsósi sem staðfest var af ráðherra 12. febrúar 2020.

Gögn um fyrirhugaða framkvæmd liggja frammi til kynningar frá og með miðvikudeginum 30. september til og með 14. október 2020 í ráðhúsi sveitarfélagsins og á  vefsíðu sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að kynna sér fyrirhugaða framkvæmd og gera athugasemdir eða ábendingar við hana.

Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast í síðasta lagi 14. október 2020 til byggingarfulltrúa í ráðhúsið Skagfirðingabraut 21 eða á netfangið: andrig@skagafjordur.is