Sundlaugarnar í Fjallabyggð voru opnaðar í morgun kl. 6:30, en ný reglugerð um sóttvarnir sem tók gildi á miðnætti leyfir opnun sundlauga með 50% leyfilegum hámarksfjölda gesta. 

Áfram eru sóttvarnir í heiðri hafðar og gestir hvattir til að vanda sig í þeim efnum. Fjöldatakmörk í potta eru 7 manns í einu. Gufubað 2 einstaklingar í einu og kalda kar 1 einstaklingur. Börn fædd fyrir 2015 eru talin með gestafjölda

Því miður reynist ekki hægt að opna líkamsræktasali fyrir almenning að svo komnu máli þar sem reglugerð gerir aðeins ráð fyrir að hópatímar séu leyfðir í heilsu- og líkamsrækt með ákveðnum skilyrðum.

Sóttvarnarlæknir gefur út leiðbeiningar fyrir heilsu- og líkamsræktir sem ekki enn hafa verið birtar en minnisblað sóttvarnarlæknis má sjá hér og í því koma þau skilyrði fram sem hann leggur til. 

Hins vegar er opnað á íþróttaæfingar barna og fullorðinna.