Advertisement

Höfundur: Örlygur Kristfinnsson

Fyrsti sólardagur

Sólarkaffi er drukkið um allan bæ í dag með þessum indælu pönnukökum frá Sjálfsbjörgu. Stúlkurnar þar mættu kl. 6 í morgun til að hefja baksturinn og hafa ellefu hundruð pönnukökur í ,,áskrift” auk almennrar sölu. En dagurinn 28. hefur ekki alltaf verið fyrsti sólardagur okkar. Lengi var 27. janúar talinn fyrsti sólardagur hér á Siglufirði og var þá miðað við sjálft höfuðbólið og prestsetrið Hvanneyri meðan kotbýlin á sjálfri eyrinni stóðu í skugga þennan dag. Eftir að kaupstaðurinn fór að myndast hefur fyrsti sólardagur verið talinn 28. janúar eða þegar sólin skín nokkra stund um allan bæ. Þá hefur ekki sést til...

Lesa meira

Malbik og menning IV

Löglegt og siðlegt? Þegar lagt var upp með að skoða stöðu menningarmála hér í bæ hafði ég, undirritaður, í huga að taka mið af tvennu: Menningarstefnu Fjallabyggðar og úthlutunum úr Samfélags- og menningarsjóðnum nýja. Ætlunin var að taka þetta til umfjöllunar síðasta sumar en eftir rækilega umhugsun varð að ráði að sleppa þessu bara – afskrifa það! En svo birtist þessi gullvæga tenging milli orðanna MALBIKS og MENNINGAR hér á fréttasíðunni! Og fyrirsögnin tilbúin! og þá var ekki lengur hægt að standast mátið.     Eitt leiðir af öðru og í miðjum pælingum fór ég að velta því fyrir...

Lesa meira

Malbik og menning III

Umfjöllun hér í pistlunum hefur snúist um menningarstefnu Fjallabyggðar og hvernig gjörðir ráðamanna hafa ekki verið í samræmi við hana. Ef rýnt er í stefnuna virðist orðið “menning“ eiga fyrst og fremst við listir (tónlist, myndlist og bókmenntir líklegast), safnastarf, menningarhátíðir, sögulega arfleifð og minjar. Þetta eru orðin sem skýra stefnuna og merkja væntanlega þá menningu sem þrífst utan hins eiginlega “bæjarkerfis”. Sem sé hið frjálsa og sjálfsprottna og er stefnan full af fögrum fyrirheitum um það hvernig bæjarstjórn geti hlúð að og ræktað. Um það fjölluðu pistlar mínir. Vísað skal aftur á þessa stefnu: https://www.fjallabyggd.is/static/research/files/fb2009_menningarstefna-pdf: Þetta er áréttað...

Lesa meira

Malbik og menning II

Staða menningarmála Áður en lengra er haldið er rétt að spyrja: Hvað er malbik? Blanda úr jarðbiki og grjótmulningi höfð í slitlag á götur og víðar – segir orðabók. Hvað er menning? Margar mismunandi skilgreiningar eru til á þessu orði. Í orðabókum má sjá að menning er notað um margt af því besta og dýrmætasta sem einkennir mannlega tilveru. Í menningarstefnu Fjallabyggðar virðist aðallega átt við listir (tónlist, myndlist og bókmenntir líklegast), safnastarf, menningarhátíðir, sögulega arfleifð og minjar.   Í fyrri pistli um menningarmál í Fjallabyggð var niðurstaðan augljóslega sú að bæjarstjórnendur hafi á síðustu árum dregið verulega úr...

Lesa meira

Malbik og menning I

Í frétt hér á Trölla.is fyrir skömmu var látið að því liggja að stjórnendur Fjallabyggðar hefðu meiri áhuga á malbiki en menningu. Sjá: https://trolli.is/baejarstjornarfundir-i-beinni/ Það varð kveikjan að því að undirritaður fór að skoða menningarmál í Fjallabyggð og hvernig áhugi og gjörðir bæjarstjórnenda í þeim efnum koma fyrir sjónir. Verður þessi athugun birt hér á fréttasíðunni í fjórum pistlum. Fyrst er svolítið um menningarstefnu sveitarfélagsins, þá verður fjallað um stöðu og þýðingu menningar á staðnum, hvernig fór um Menningarsjóð Sparisjóðs Siglufjarðar og loks hvort löglega var staðið að umbreytingu sjóðsins. (P.s. – Síðan þessir pistlar voru skrifaðir í lok...

Lesa meira

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Aðalbakarí

Veðrið núna

Safn

Dagatal

mars 2019
S M Þ M F F L
« feb    
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31