Fyrstu farfuglarnir eru komnir til Siglufjarðar og vor í lofti þótt allnokkur snjór sé á jörðu.

Tjaldur, einn síns liðs, sást áttunda mars og síðan þrjár álftir þann tólfta og eru þær mun fyrr á ferðinni en á síðasta ári.

Álftirnar voru myndaðar á Leirutjörn þennan sama dag og prýða forsíðu Trölla að þessu sinni.

Næst má gera ráð fyrir að grágæsirnar láti sjá sig og innan þriggja vikna fari svo bærinn að óma af þrastasöng. 

Annar vorboði í bænum sjálfum er þegar fyrstu fíflarnir fara að vaxa undir húsveggjum og við gangstéttar.

Texti og mynd: ÖK