Nú er að bresta á enn ein gula viðvörunin frá Veðurstofunni og á hún við á Norðurlandi eystra frá kl. 14:30 í dag og fram til kl. 23:00.

Á þessu tímabili mun blása mjög vel úr suðri, 18.-25 m/s. Búast má við mjög hvössum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 35 m/s, einkum við Tröllaskaga.

Sjá má enn frekar um þetta á síðum Veðurstofunnar og Vegagerðarinnar.