Vikutímaritið Allers 1943:

Í sögunni um Siglufjörð á Íslandi segir…… að einu sinni sátu hnífarnir frekar laust í beltum sjómanna, að rómantíkin blómstraði út um allan bæ og að auðævi sem komu upp úr hafinu eina nóttina var tapað í fjárhættuspilum þá næstu eins og ekkert væri sjálfsagðara.

En í dag er þetta nýtískulegur iðnaðarbær með vel reknum verksmiðjum og stærsti síldarbær Norðurlandana.

SÍLD….. síld…..síldartorfur og óendalegar biðraðir af drekkhlöðnum bátum.

Fjöll af tómum síldartunnum, fullt af salti, sykri og allskonar kryddi.

Síldarþrærnar yfirfullar og við að það springa.

Rjúkandi verksmiðjustrompar með kæfandi lykt sem berst langt út á haf.

Brakkar, hótel og laus herbergi til leigu, dansstaðir, krár, trúboðs og  kaffihús.

Brennivín og predikanir.

Vinna og meiri vinna og kvennafar.

Síldargrútur á klæðum og síld á matarborðinu alla daga.

ÞETTA ER SIGLUFJÖRÐUR.

BLS. 16 í tölublaði númer 37 í hinu þá glæsilega vikutímaritinu Allers, 14 september 1943.

 

Vikutímaritið Allers er til enn í dag og hefur komið út vikulega síðan 1879. Innihaldið á að höfða til allar fjölskyldunnar, eitthvað fyrir alla, ástarsögur og sakamálasögur í framhaldsformi og voru þeir einnig frumkvöðlar af birtingum á teiknimyndseríum í lit.

Eins og sjá má á litprentaðri forsíðumynd hér fyrir neðan var þetta veglegt blað í stóru formati.

Þessi grein um Siglufjörð virðist vera einskonar samtíningur úr eldri sögusögnum um „Sódómu Norðursins“ og Klondyke síldarinnar, með sögum frá því fyrir fyrri heimstyrjöld og síðan farið yfir í lýsingar á hinum háþróaða síldveiði samfélagi sem er hér til staðar 1943.

Ég tel víst að greinarhöfundurinn A.K. Magnusson hafi nú ekki verið á staðnum í miðju stríði sumarið 1943 og ekkert er sagt um þann samtíning á ljósmyndum sem fylgir þessari skemmtilegu opnugrein.

Þessi grein fjallar um „síldarsöknuð“ því það kom ekki mikið af þessari stóru feitu „ISLANDSILL sem var ómisanandi á öllum veisluborðum Svía á árunum 1939 til 1945 og var hennar sárt saknað og lesendum Allers er gefin kostur á að rifja aðeins upp hvaðan þessi yndislega síld kemur.

Litprentuð forsíðumynd vikutímaritsins Allers, tölublað númer 37, 14 september 1943. Verð: 35 aurar. Ljósmyndari: Óþekktur. Sviðsmynd úr kvikmyndinni Gústaf III og keppinautar hans. Myndin er tekin við upptökur á Drottningholm og sýnir okkur hina glæsilegu leikkonu Gurli Lemon Bernhard sem fór með eitt af aðalhlutverkunum í þessari kvikmynd.

 

Á vorin birtist síldin í stórum torfum við strendur Íslands, hún er komin hingað til þess að fjölga sér og éta sig feita á „rauðátu“. En rauðáta eru lítil rauðalit krabbadýr sem finnst hér í svo miklu magni að það myndast rauðleitir stórir blettir á yfirborði hafsins.

Mannskepnan leyfir síldinni að éta sig spikfeita og fylla sig af vítamínum og næringu og bíður með sínar veiðar fram í júní en hvalirnir ráðast á torfurnar þegar þeim hentar og éta nokkur þúsund á hvern haus. Sem er bara dropi í hafið af þeim miljörðum af síld sem sem heimsækir norðurströnd Íslands á sumrin.

Sjómennirnir verða að vera snöggir að umkringja síldina með nótinni og draga saman í botninn áður en síldin forðar sér niður í djúp hafsins. Ef vel tekt til þá kemur fjöldin allur af drekkhlöðnum smábátum inn á Siglufjörð og það liggur á að koma síldinni í tunnur áður en hún verður „rauðeygð“ því ef hún nær því þá fer hún ódýrt beint í bræðsluverksmiðjurnar og verður af lýsi og mjöli í staðinn.

Veiga VE 291 drekkhlaðin á leið í löndun á Siglufirði.

 

Siglufjörður er lítill þröngur fjörður á norðurströnd Íslands, lítið nes lokar honum næstum og gefur gott skjól fyrir bryggjur og báta sem liggja við litla landtungu í botni fjarðarins.

Við norðurenda landtungunnar er aðdjúpt og bryggjur stuttar en innan við eyrina er fjörðurinn fullur af sandi og því mjög svo aðgrunnt en þar eru bryggjurnar langar og sumar byrja inn í miðbæ bæjarins.

Innskot greinarhöfundar:Hér kemur dágóður kafli með sögusögnum og lýsingum á ástandinu á Siglufirði fyrir fyrri heimstyrjöldina og er það nokkuð augljóst fyrir mér að mikið af þessu er sótt úr ferðasögu Albets Engstöms  (1869–1940)
Åt Häcklefjäll frá 1913.

Og þessar gömlu lýsingar af Klondyke síldarinnar og Sódómu Íslands virðast lifa lengi í munmælasögum sem ganga á milli manna hér í Svíþjóð og þá sérstaklega á vesturströndinni.

Það var einu sinni fyrir langa löngu síðan….. fyrir fyrri heimstyrjöldina að……

Verksmiðjureykur og ýldufýla lá yfir allri eyrinni og úti á firðinum lágu fleiri hundruð skip og báta við akkerisfestar og annað eins af minni bátum lágu við bryggjur.

Í gróðursælum dal innan við fjarðarbotninn sést í þrjá litla bóndabæi og kýr á beit. Mjólkin úr þeim var nú yfir sumartímann rándýr með alla þennan fólksfjölda sem var þarna saman kominn. Og hér er nóg af vinnu að fá fyrir alla, hvort sem maður kom gangandi yfir fjöllin eða með þeim fjölmörgu strandferðaskipun sem hingað eiga leið.

Allskonar auglýsingaskilti eru sjáanleg á verslunargötum bæjarins og hér er hægt að kaupa hvað sem er. Stöðugur straumur af fólki á öllum aldri streymir inní þessar einkennilegu verslanir þar sem allt er til á sama stað.
Fatnaður, niðursuðuvörur, kex og harðar skipakökur, sápa, munntóbak og sígarettur, net og allskyns veiðafæri, allt í belg og biðu upp um alla veggi.

Palmoliv sápu auglýsing í lit fyrir síldarstúlkur 1943.

 

Það er opið langt fram á nótt, engin lög um opnunartíma gilda hér.

Út um allt standa stór fjöll af tómum tunnum sem eru að bíða eftir síldinni. Á daginn er ekki mikið um að vera á síldarplönunum því síldin kemur oftast í land um nætur og á daginn eru síldarstúlkurnar að þvo fötin sín eða sofandi uppí koju. Nokkrir karlar eru samt við vinnu við að ganga frá eftir söltun, fylla á pækil og gera klárt fyrir næstu törn.

En á einu planinu er búið að gera pláss fyrir bryggjudans og karlmaður sem situr á tunnu með harmónikkuna sína hjólmar eins og eins manns hljómsveit.
Svíar, Norðmenn og Íslendingar bjóða prúðbúnum síldarstúlkum upp í dans og það sést á klæðaburði þeirra að sumar eru sveitarstúlkur og að aðrar hafa nýlega „flanerað“ um götur Reykjavíkur.

Risastórar bræðsluverksmiðjur gnæfa yfir önnur hús og allir gluggar þar eru opnir til að sleppa út hita og bræðslufnyk.
Sú allra stærsta stendur fyrir handan fjörð undir himin háum fjallavegg og hér er unnið allan sólarhringinn við að pressa lýsi úr síldinni og síðan er restin möluð og þurrkuð og selt sem kraftfóður. Þessi bræðsluvinnsla heldur áfram lengi eftir að síldveiðum lýkur.

Yfirfullar síldarþrær sjá verksmiðum fyrir hráefni langt á eftir að veiðum líkur.

 

En þegar líður að kveldi þá opna kaffihús og ballstaðir bæjarins hurðir sínar uppá gátt og harmónikku tónlist ómar úr öllum áttum. Stúlkurnar mæta í silkisokkabuxum og háhæluðum skóm……….en svo allt í einu heyrist í skrækróma gufuflautu og allir byrja að hrópa sín á milli:

SÍLD, síld…. silfur…..komdu og náðu þér í peninga……
og nú breytast síldarplönin í mauraþúfur með vinnandi fólki út um allt. Flinkar hendur framleiða grófsaltaða síld, matjesíld og kryddsíld, karlar hamra botnalok af og á tunnur og í gegnum allan þennan hávaða og læti má heyra reglulega hrópað:

Vantar tunnu….meiri síld…..vantar salt…..  sækja tunnu….. og þeir sem sækja fullar tunnur fá þá að sjá fallega stúlku leggi þegar þeir kvitta fyrir tunnuna með því að leggja “tunnumerki” í stígvél stúlknanna.

En þegar veður var slæmt var ekkert um að vera á plönunum, bara bræðsluverksmiðjurnar eru í gangi og senda stanslaust frá sér ódaun úr hvítlituðum gufureyk sem liggur yfir allan bæinn en í staðin þá sveiflast falleg pils hjá dömunum í dansi fram undir morgun á eyrinni.

Á þröngum götum á milli langra síldarbragga er hljótt í skjóli næturs, skyndilega opnast hurð og út slaga tveir ölvaðir og æstir sjóarar og á eftir þeim koma fleiri og slá hring utan um þá.

Slagsmál byrjar og það glampar í hnífsblað og síðan heyrast blótsyrði á 5-6 ólíkum tungumálum.

Litprentuð teiknimyndasaga um Björn Sterka og vin hans Göngu Hrólf. Ath: hægt er að kippa síðunni úr blaðinu svo að börnin geti safnað þeim í teiknimyndamöppuna sína.

 

Þessir síldar-„brakkar“ (braggr) eru oftast tveggja hæða og á neðri hæð er pakkhús aðstaða og kannski skrifstofa en á efrihæðinni eru vistaverur kvenna og karla aðskilinn með löngum þröngum gangi og í litlum herberjum með svefnaðstöðu fyrir 4-8 persónur er oft mikið líf og fjör.

Langur “Síldar-brakki” á Siglufirði.

 

Í einu herberginu situr hópur karla, fyrir framan hvern og einn eru seðlabúnt og smápeninga hrúga, þeir eru að spila Black-Jack. (21) Kringum þá standa aðrir veðurbarðir karlar með alvöru svip og bíða eftir að einhver tapi aleigunni svo að þeir komist að spilaborðinu.

Þetta eru allt hörkunaglar með risa stórar lúkur sem fela spilin vel, þeir eru allir í góðu skapi og stutt í hlátur akkúrat núna en þeir eru líka fljótir að slá frá sér ef einhver stígur á tærnar á þeim.

Það er hiti í mönnum og mikið lagt undir, ekki óvanalegt með 25 kr, 50 kr og jafnvel 100 kr.
Allir reykja eins og skortsteinar og það sést varla í litla ljósaperu sem á að lýsa upp þetta litla herbergi og nú súpa allir örar úr vasapelum sínum. Loftið er svo rafmagnað að herbergið gæti sprungið í loft upp á næstu mínútum.

Hörkukarla í löndunarvinnu

 

Innum gluggann berst lávær ómur frá danstónlist og það eina sem rífur þessa þungu spilaþögn er hróp þess sem leggur undir.

Í næsta herbergi sem er tómt liggja sængurföt í óreiðu á rúmum og ónýtar hálmdýnur í öðrum og líka tómir sjópokar og annað dót í tómri koju.

Það brakar og brestur í þessum gamla brakka og hann stynur yfir sínum eigin aldri, hann er að falli kominn.

Hvenær sem er getur þessi næturfriður verið rofin þegar orðið SÍLD verður hrópað aftur. Nákvæmlega hvenær síldin kemur veit engin…en hún kemur þegar henni þóknast.

BLS. 17 í tölublaði númer 37 í vikutímaritinu Allers, 14 september 1943.

 

Innskot greinarhöfundar: “En nú víkur sagan aftur að hinu hátæknivædda og nútímalega samfélagi sem Siglufjörður er í augum annarra árið 1943.”

Ótrúlegar breytingar hafa átt sérstað hér á Siglufirði. Það er á stuttum tíma búið að byggja fjöldann allan af flottum einbýlishúsum með fallegum görðum og risastóra kirkju með háum turni sem gnæfir yfir bæinn og götur og gangstéttir á eyrinni eru nú steinsteyptar og hreinar.

Við Aðalgötuna standa nú nýtískulega innréttaðar verslanir í löngum röðum beggja vegna við götuna og stórt kvikmyndahús og glæsilegt „Konditorí“ þar rétt hjá.

Síðan er þarna Apótek, pósthús, kristniboðshús, sjómannaheimili, háar skrifstofubyggingar og mörg hótel og ekki má gleyma glæsilegum Aðalstöðvum Hjálpræðishersins.

Og stærst af öllu er splunkuný síldarbræðsluverksmiðja og á Siglufirði er  öllu vel við haldið og þrifalegt út um allt.

Þetta er hið nýja andlit Siglufjarðar.

 

Stúfarar við vinnu í einu af mörgum tunnufjöllum Siglufjarðar

(Framhald á bls. 55)

Ef maður lítur “yfrum” fjörð þá sér maður að stóra verksmiðjan sem stóð þarna fyrir handan er horfin. Henni var sópað burt eins og rykkorni og kústurinn var hræðilegt og mikið snjóflóð, eftir standa bara steinsteyptar leifar af húsgrunnum.

Gullgrafarastemmingin sem réð hér ríkjum er að eilífu horfin og rotturnar líka, ásamt þeim ósóma, ólifnaði og slagsmálum sem fylgdi þessum horfna tíma. Engin syrgir það svo sem þegar maður býr í nýjum glæsilegum fallegum bæ með alvöru lögreglumenn sem ganga um bæinn eins og í öðrum þróuðum nútíma samfélögum og sjá til þess að beri ekki og mikið á slagsmálum, fyllibyttum og leynikrám.

En það sem gerir kannski mest gagn í afbrotamálunum er líklega það að nú er allur bærinn upplýstur með rafmagnsljósum.

Í dag þarf ekki mikla „handavinnu“ við að landa síldinni, nei allt gert með risastórum dælum og síðan er síldin flutt á járnbrautateinum til vinnslu. Pokar, tankar og tunnur fyllast svo hratt af síld, síldarmjöli og lýsi að veiðiflotinn hefur ekki undan, svo ótrúlega tæknivædd er þessi vinnsla orðin og afkastagetan er ótrúleg.

Dag einn, vonandi fljótlega, líkur þessu stríði og þá verður hafið aftur frjálst og  Siglufjörður enn og aftur höfuðborg silfurs hafsins.

 

Litprentuð brandarasíða frá 1943: Dæmi: maður lyftir hattinum sínum og segir: Fröken ég hitti þig áðan við apabúrið: Daman er mátulega hrifin og svarar: já mig rámar í það en hvernig slappstu út.

 

Aðrar sögulegar greinar og ljósmyndasyrpur eftir sama greinarhöfund er hægt að finna á siglo.is. og trolli.is.
Sjá lista hér undir:

SÍLDARSAGA: UMSKIPUNARTÚR VIÐ ÍSLAND 1946

MYNDASYRPA: SIGLUFJÖRÐUR UM 1960

SIGLFIRSK ÞAKKLÆTISKVEÐJA FRÁ ÚTLANDINU

FLUGSAMGÖNGU FRAMFARA SAGAN SEM HVARF ! “LANDIÐ ÞAR SEM ALLT ER Í HÁALOFT – INU”

DRAUMAR Í SÍLDARDÓSUM

SKANDINAVÍSK LANDLEGA Í MÁLI OG MYNDUM

Á LEIÐ TIL ÍSLANDS

100 ÁRA AFMÆLI! GÖNGUTÚR UM HEIMAHAGA, 7 HLUTI, SIGLFIRSKT ! 80 MYNDIR,GREINASERÍA

SÍLDIN GERIR LÍFIÐ EITTHVAÐ SVO SPENNANDI! 1 HLUTI

SÍLDIN GERIR LÍFIÐ EITTHVAÐ SVO SPENNANDI 2 HLUTI

FERÐASAGA: SIGLFIRSK SÍLDARSAGA Í SMÖGEN OG KUNGSHAMN. 25 MYNDIR

MINNINGAR UM SÍLDVEIÐAR VIÐ ÍSLAND 1946-48.

SAGAN UM SVANINN! SÍLDVEIÐAR, LANDLEGA OG SLAGSMÁL O.FL. Á SIGLÓ 1935

DE SEGLADE FRÅN TJÖRN…….TIL SIGLÓ. (50 MYNDIR)

PÅ VÄG MOT ISLAND…. Á HEIMASLÓÐUM SÆNSKRA SÍLDVEIÐIMANNA! 

SIGLFIRÐINGAR, SÍLD OG SAKAMÁLASÖGUR Í FJÄLLBACKA

STÓRKOSTLEG KVIKMYND FRÁ 1954 FUNDIN

SILLSTULKOR I SIGLUFJORD / SÆNSK MYNDASYRPA FRÁ 1945

SIGLUFJORDUR ER NAFLI ALHEIMSINS OG SILLENS CLONDYKE (MYNDIR OG MYNDBAND)

KÆR KVEÐJA.

NONNI BJÖRGVINS

LISTA YFIR AÐRAR GREINAR EFTIR JÓN ÓLAF BJÖRGVINSSON Á TRÖLLI.IS FINNUR ÞÚ HÉR.

Aðrar heimildir um síldveiðar Svía og Norðmanna við Ísland:

DRIVGARNSFISKET VID ISLAND PÅ 1900-TALET

BOHUSLÄN VAR LANDETS SILLCENTRUM

SILDEFISKET VED ISLAND (DEL 1) NORSK SÍÐA.

SILDEFISKET VED ISLAND (DEL 2)

ÞÝÐING og TEXTI:
JÓN ÓLAFUR BJÖRGVINSSON
Ljósmyndir: Allers 1943, ljósmyndari óþekktur.