Tröllahjónin

Þátturinn Tíu Dropar verður á dagskrá FM Trölla í dag kl 13.00 – 15.00

Það eru „Tröllahjónin“ Kristín Sigurjónsdóttir og Gunnar Smári sem stjórna þættinum.

Fáum góðan gest í heimsókn, Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir, þriggja barna móðir, nemi og forseti bæjarstjórnar kemur og spjallar við okkur á léttu nótunum.

Munum einnig frumflytja á FM Trölla hið stórgóða lag Heru Bjarkar, Eitt andartak sem tekur þátt söngvakeppninni 2019. Undankeppnir fara fram 9. febrúar og 16. febrúar og úrslitakeppnin er 2. mars.

Fylgist með þættinum Tíu Dropar á FM Trölla í dag kl. 13. FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, 102.5 á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim á vefnum trolli.is

Hægt er að hlusta á þáttinn með því að smella á hlusta efst á síðunni eða hér: Hlusta