Þátturinn er sendur út frá Studio 7 á Englandi og sem fyrr er hann í umsjón Oskars Brown.

Í dag ætlar Oskar að bjóða hlustendum FM Trölla upp á frábæra lagablöndu sem hefur verið sérstaklega valin til þess að koma öllum í stuð fyrir helgina. 

Á meðal flytjenda í þættinum í dag eru: Alex Clare, Feeder, Kaleo, Matt Goss, Of Monsters And Men, Rose Tiger, SHAB, og Stephen “Tin Tin” Duffy.

Endilega stilltu á FM Trölla frá kl. 17 í dag, þú sérð ekki eftir því. 

Plötuspilarinn er á FM Trölla alla föstudaga frá kl. 17:00 – 18:00.

FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum https://trolli.is/

Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is