Í dag kl. 16:00 tekur Knattspyrnufélag Fjallabyggðar á móti Kórdrengjum sem eru í fyrsta sæti deildarinnar. Bæði liðin berjast um 1. sæti deildarinnar en aðeins 1 stig skilur liðin að fyrir þessa umferð.

Mikil eftirvænting er eftir leiknum í dag og eru stuðningsmenn KF hvattir til að mæta og styðja við sína menn.

Stuðningsmannasveit KF verður með upphitun fyrir leik á Hótel Brimnesi, þar sem grillaðir verða hamborgarar og andlitsmálning í boði fyrir þá hörðustu. Upphitun hefst klukkan 13:00 og stendur yfir til klukkan 15:30, þá verður farið á völlinn til að hvetja KF til sigurs.

Mynd: Guðný Ágústsdóttir