• 1 pakki Thai choice rice noodles
 • 7 hvítlauksrif
 • 2 stórar kjúklingabringur
 • 4 msk kartöflumjöl
 • 1 rauð paprika
 • 1 rauður laukur
 • 1 púrrulaukur
 • 1 spergilkálhaus
 • 1 dl Thai choice ostrusósa
 • 1 tsk fiskisósa
 • 5 msk Thai choice sweet chillisósa
 • 2 dl vatn
 • 1 tsk sykur
 • 50 g grófhakkaðar kasjúhnetur

Skerið kjúklingabringurnar í strimla og blandið þeim saman við kartöflumjölið. Skerið laukinn í þunna báta, paprikuna og púrrulaukinn í strimla og spergilkálið í bita. Afhýðið og hakkið hvítlauksrifin.

Hitið rapsolíu á pönnu og steikið kjúklinginn þar til hann er næstum fulleldaður. Bætið hökkuðum hvítlauk, rauðlauk og spergilkáli á pönnuna og steikið í nokkrar mínútur til viðbótar. Bætið ostrusósu, sweet chillisósu, fiskisósu, sykri og vatni á pönnuna og látið sjóða við vægan hita í nokkrar mínútur. Bætið papriku og púrrulauk á pönnuna, sjóðið í 3 mínútur til viðbótar og takið svo pönnuna af hitanum.

Setjið vatn í pott og látið suðuna koma upp. Setjið núðlurnar í pottinn og sjóðið þær í 3 mínútur. Hellið þeim í sigti og skolið þær með köldu vatni. Látið renna vel af núðlunum og bætið þeim síðan á pönnuna. Blandið öllu vel saman og berið fram með grófhökkuðum kasjúhnetum.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit