Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) tileinkar árið 2020 hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum. Stofnunin bendir á að þessar starfsstéttir gegni þýðingarmiklu í heilbrigðisþjónustu hvers samfélags og standi jafnvel alfarið undir opinberri heilbrigðisþjónustu í sumum þeirra. Markmiðið er að vekja athygli á þessu mikilvæga hlutverki, stuðla að því að það sé metið og viðurkennt og ýta undir að þjóðir heims fjárfesti í menntun og störfum hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mun efna til ýmissa viðburða sem þessu tengjast á árinu. Þess ber að geta að 12. maí næstkomandi eru 200 ára liðin frá fæðingu breska hjúkrunarfræðingsins Florence Nightingale sem er meðal annars þekkt fyrir að hafa stofnað fyrsta eiginlega hjúkrunarskólann og að hafa rutt brautina fyrir nútíma hjúkrun með ýmsu móti.

Hér á landi hafa Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og Ljósmæðrafélag Íslands efnt til samstarfs til að vekja saman athygli á árinu 2020. Efnt verður til ýmissa viðburða og verður sá fyrsti haldinn í Hallgrímskirikju 16. janúar næstkomandi.