Leyfi­legt há­marks­magn vín­anda í blóði öku­manns verður lækkað úr 0,5 pró­mill­um í 0,2 pró­mill sam­kvæmt nýju frum­varpi til um­ferðarlaga og er kveðið á um bann við að af­henda eða selja öku­manni eldsneyti sé hann und­ir áhrif­um áfeng­is eða áv­ana- eða fíkni­efna.

Marg­ar breyt­ing­ar verða á gild­andi um­ferðarlög­um verði nýtt frum­varp þess efn­is samþykkt og miða ákvæði hinna nýju laga að því að herða regl­ur og tryggja skýr­ari ákvæði. Breyt­ing­arn­ar eru rök­studd­ar í grein­ar­gerð og er þar vísað til mann­legs tjóns sem verður af um­ferðarslys­um, ásamt því að 1-5% af þjóðarfram­leiðslu glat­ist vegna slíkra slysa.

Gjöld hækka

Heim­ilt verður að láta eig­anda öku­tæk­is sæta refsi­á­byrgð ef tek­in er mynd af öku­tæki hans í hraðamynda­vél þó svo að ekki sé hægt að sýna fram á að eig­and­inn hafi verið und­ir stýri. Þetta gæti gert það að verk­um að bíla­leig­ur myndu bera ábyrgð á þeim sekt­um sem verða við brot leigj­anda.

Jó­hann­es Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar, seg­ir við Frétta­blaðið í dag að hann telji ekki eðli­legt að bíla­leig­ur sitji uppi með þenn­an kostnað þar sem óljóst er hvort hægt sé að inn­hemta hann af leigu­taka.

Sam­kvæmt frum­varp­inu hækka nokk­ur göld svo sem há­marks­sekt fyr­ir um­ferðarlaga­brot sem hækk­ar úr 300 þúsund krón­um í 500 þúsund krón­ur. Þá munu bif­reiðaeig­end­ur sem hafa gleði af einka­merkj­um sjá fram á 100% hækk­un á gjaldi fyr­ir einka­merki, úr 25 þúsund krón­um í 50 þúsund krón­ur.

Heim­ilt að tak­marka um­ferð vegna meng­un­ar

Ýmsar breyt­ing­ar á um­ferðarlög­um eru svipaðar gild­andi regl­um, en frum­varpið lög­fest­ir marg­ar regl­ur svo sem hjálm­skyldu hjól­reiðarmanna yngri en 15 ára.

Ný um­hverf­isákvæði eru í frum­varp­inu. Meðal þeirra er bann við að óhreinka veg og nátt­úru með því að fleygja út úr öku­tæki eða skilja eft­ir sorp á eða við veg. Þá verður stjórn­völd­um heim­ilt að tak­marka um­ferð þegar meng­un telst yfir viðmiðun­ar­mörk­um.

Frum­varpið hef­ur verið birt á sam­ráðsgátt stjórn­valda og er hægt að senda inn um­sagn­ir um frum­varpið til 10. ág­úst.

Frétt: mbl.is
Mynd: Kristín Sigurjónsdóttir