Banana- og súkkulaðibaka (uppskrift fyrir 4-5)

  • 3 bananar
  • 100 g suðusúkkulaði
  • 2 dl hveiti
  • 1 dl sykur
  • 1 msk vanillusykur
  • 125 g smjör, við stofuhita

Afhýðið bananana og skerið í sneiðar. Grófhakkið súkkulaðið.

Setjið hveiti, sykur, vanillusykur og smjör í skál og vinnið saman með gaffli eða fingrunum þannig að úr verði nokkurs konar mulningur.

Smyrjið eldfast mót, setjið bananana í botninn, súkkulaðið yfir og endið á að dreifa mulningnum yfir. Bakið við 200° í 25-35 mínútur, eða þar til bakan hefur fengið fallegan lit. Berið bökuna fram heita með vanilluís eða rjóma.

 

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit