Hljómsveitin Kot var stofnuð til að búa til vandað og létt popp.

Þar er valinn maður og kona í hverju rúmi.

Sól er fyrsta lagið sem Kot sendir frá sér. Lagið er fislétt sumarlag fullt af gleði og sól og verður leikið á FM Trölla.

Lagið var tekið upp í Hljóðsmiðjunni undir stjórn Péturs Hjaltested. Hann ásamt Koti sá um útsetningar.

Illug er höfundur lags og texta.

Húllumhæ records gefur út.