Íslensku myndlistarverðlaunin voru afhent í sjöunda skipti í kvöld, 14. mars, við hátíðlega athöfn í Iðnó. Myndlistarráð stendur að verðlaununum sem hafa það að meginmarkmiði að vekja athygli á því sem vel var gert á sviði myndlistar á liðnu ári.

Tvennum verðlaunum og fjórum viðurkenningum var úthlutað:

  • Myndlistarmaður ársins – Amanda Riffo fyrir sýninguna House of Purkinje í Nýlistasafninu.
  • Hvatningaverðlaun – Brák Jónsdóttir fyrir sýninguna Möguleg æxlun í Gróðurhúsi Norræna hússins í Reykjavík.
  • Heiðurviðurkenning – Hreinn Friðfinnsson fyrir framlag sitt til íslenskrar myndlistar.
  • Áhugaverðasta endurlitið – Rauður þráður, sýning á verkum myndlistarkonunnar Hildar Hákonardóttur sem haldin var í Listasafni Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum, í sýningarstjórn Sigrúnar Ingu Hrólfsdóttur.
  • Samsýning ársins – Að rekja brot í Gerðarsafni í Kópavogi, í sýningarstjórn Daríu Sólar Andrews.
  • Viðurkenning á útgefnu efni sem tengist myndlist – Art Can Heal: The Life and Work of Sigríður Björnsdóttir eftir Ágústu Oddsdóttur, í ritstjórn Abigail Ley.

Mynd/Íslensku myndlistarverðlaunin