Á facebooksíðu Sjálfstæðisflokks Fjallabyggðar kemur fram á Gunnar Birgisson sitjandi bæjarstóri Fjallabyggðar gefur kost á sér áfram næstu fjögur árin. Tillaga sjálfstæðismanna í Fjallabyggð er að hann verði endurráðinn sem bæjarstjóri ef flokkurinn fær til þess brautargengi.

Gunnar Birgisson er fæddur 30. september 1947 í Reykjavík og verður því 71 árs á þessu ári. Gunnar lauk doktorsnámi í jarðvegsverkfræði frá University of Missouri í Bandaríkjunum 1983. Hann var formaður bæjarráðs Kópavogs frá 1990 til 2005 þegar hann tók við embætti bæjarstjóra. Hann sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 1999 til 2005. Gunnar tók við starfi bæjarstjóra í Fjallabyggð af Sigurði Val ásbjarnasyni  þann 29. janúar 2015.

Texti og Mynd: Kristín Sigurjónsdóttir