Fjallabyggð auglýsir fjöldann allan af spennandi og krefjandi sumarstörfum laus til umsóknar.  Umsóknarfrestur er til og með 1. maí nk. 

Eftirtalin sumarstörf hjá Fjallabyggð eru laus til umsóknar:

Yfirmaður umhverfisverkefna í Ólafsfirði. Hann skipuleggur og stýrir umhverfisverkefnum í Fjallabyggð og hefur umsjón með sláttugengi sem sinnir slætti og umhirðu á opnun svæðum. Starfstímabil er frá 15. maí – 15. september. Leitað er eftir einstakling sem eru 25 ára eða eldri, skipulagður og sjálfstæður í starfi. Reynsla af garðyrkju og öðrum verkefnum á opnum svæðum æskileg.

Sláttugengi. Þjónustumiðstöð auglýsir eftir starfsmönnum til að sinna slætti og umhirðu á opnum svæðum. Starfstímabil er frá 23. maí til 12. ágúst. Umsækjendur þurfa að vera 16 ára (f.2005) og eldri.

Starfsmaður í skógrækt. Auglýst er eftir starfsmanni til að sinna viðhaldsverkefnum í Skógrækt Siglufjarðar. Starfstímabil er frá 1. júní – 31. ágúst. Reynsla af skógræktarvinnu æskileg.

Þjónustumiðstöð Fjallabyggðar auglýsir eftir starfsmönnum í almenna verkamannavinnu. Helstu verkefni; girðingarvinna, málun gangbrauta og annarra merkinga, hreinsun leiksvæða og opinna svæða. Starfstímabil er frá 30. maí – 12. ágúst.

Vélamaður. Auglýst er eftir vélamanni til að vinna við garðslátt og umhirðu á opnum svæðum. Umsækjendur þurfa að vera 18 ára og hafa dráttarvélaréttindi. Starfstímabil er frá 30. maí – 12. ágúst.

Vinnuskóli Fjallabyggðar auglýsir eftir flokksstjórum til að starfa við skólann. Starfstímabil er frá 23. maí til 6. ágúst. Umsækjendur þurfa að vera 20 ára og eldri. Flokksstjórar stjórna daglegu starfi vinnuflokka skólans og stuðla að reglusemi, ástundun og góðri umgengni starfsmanna. Flokksstjórar vinna með unglingunum og sýna þeim hvernig staðið skuli að verki og leiðbeina um notkun á áhöldum og tækjum.

Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar vantar starfsmenn á Siglufirði og Ólafsfirði. Starfstímabil er frá 1. júní – 20. ágúst. Leitað er að einstaklingum 20 ára og eldri sem hafa þekkingu í skyndihjálp og standast kröfur sem gerðar eru til sundvarða sem felast í því að taka sundpróf samkvæmt reglugerð um öryggi á sundstöðum.

Umsóknarfrestur allra starfa er til og með 1. maí 2022.
Allar nánari upplýsingar um störfin er hægt að nálgast hjá: haukur@fjallabyggd.is vegna flokkstjóra og íþróttamiðstöðva. armann@fjallabyggd.is og Birgir bæjarverkstjóri 8931467 vegna annarra auglýstra starfa.

Sótt er um störfin rafrænt í gegnum íbúagáttina MÍN FJALLABYGGРá www.fjallabyggd.is