Advertisement

Höfundur: Jón Ólafur Björgvinsson

Endurvinnsla: Brotajárns listaverk

Að fara á Antik og flóamarkaði er skemmtilegt áhugamál sem greinarhöfundur hefur stundað lengi og það er alltaf gaman að finna gamla fallega muni og ekki síst hitta skemmtilegt fólk í litlum bæjarfélögum hérna á vesturströnd Svíþjóðar.   Það kom mér mjög svo á óvart að á litlum flóamarkaði Hunnebo Loppis & Kuriosa í Hunnebostrand að hitta ótrúlegan endurvinnslulistamann sem rekur lítið verkstæði á sama stað. Hann heitir Safar og hann kom hingað sem flóttamaður frá Íranska Kurdistan fyrir nokkrum árum og rekur hér verkstæði þar sem hann gerir við reiðhjól, sláttuvélar og allskyns tól og tæki fyrir alla...

Lesa meira

Ferðasaga: Heimsókn til Hunnebostrand

Saga Hunnebostrand á sína byrjun í fiskveiðum og ekki minnst síldveiðum en á fyrri öldum kom og fór fólk allt eftir því hvort síldin lét sjá sig eða ekki í skerjagarðinum við vesturströnd Svíþjóðar. Um aldarmótin 1800 byrjar humarveiði sem Hollendingar hafa mikinn áhuga á, Svíarnir sjálfir höfðu þá engan áhuga á þessu krabbadýri. Um 1840 byrjar síðan það tímabil sem hefur skilið hvað mest eftir sig í Hunnebostrand en það er granít-grjótnámuvinnsla þar sem allskyns byggingarefni í hús, bryggjur og götur er unnið úr hágæða rauð og gulleitu granítbergi sem er þarna í miklu magni út um allt....

Lesa meira

Síldarsaga: Umskipunartúr við Ísland 1946

Þessi frásögn er hluti af síldarsögunni sem var okkur Íslendingum ósýnilegur. En eins og alltaf er Siglufjörður aðalbækistöð sögusviðsins. Hér kemur áhugaverð frásögn úr 5 vikna túr um umskipun á síldartunnum úti á ballarhafi og birgðaskip sem þjónustuðu sænska reknetabáta sem voru á síldveiðum á Grímseyjarsundi 1946. Sagan er þýdd og endursögð úr einum kafla í árbók Boshuslänska Fornminnessällskapet 1992-1993 og byggir á dagbókarfærslum Bengt Molanders sem var starfsmaður Bohusläns Islandsfiskares ekonomiskaförening (BIF) í áratugi. Það var sá félagskapur sem styrkti uppsetningu farandsýningarinnar „På väg mot Island” sem var sett upp utandyra við Síldarminjasafn Íslands sumarið 2018. Og til...

Lesa meira

Áramótapistill: Heimþrá og umhverfis angist!

Áramót eru tímamót sem fá man til að hugsa bæði afturábak og áfram. Að minnast þess liðna á árinu fer með man í ferðalag í tíma og rúmi þar sem horfinna vina og ættingja er saknað og minnst. Skemmtilegir atburðir standa samt oftast uppúr ef maður er ekki heltekin af sorg og söknuði, einhvernvegin heldur lífið áfram með kröfu um að því sé lifað og að allir geri sitt besta í að skila betri heimi í hendurnar á börnum og barnabörnum. Því börnin eru framtíð heimsins! En það er ekki af ástæðulausu að það komi upp bæði angist  og...

Lesa meira

Myndasyrpa: Siglufjörður um 1960

Greinarhöfundur lenti á jólaspjalli við Baldvin Einarsson einn af eigendum Saga Fotografica ljósmyndasögusafnsins á Siglufirði og þá nefnir hann að hann hafi nýlega heimsótt eldri herra sem heitir Sigurður B Jóhannesson sem vildi gefa skemmtilega muni á safnið. Samtímis nefnir Sigurður sem er mikill ljósmyndaáhugamaður að hann hafi heimasíðu sem heitir Photosbj.is og að þar séu um 30 ljósmyndir frá Siglufirði sem eru teknar um 1960. Undirritaður síldarsögunörd gat náttúrulega ekki still sig og skoðar þessa gömlu heimasíðu og á henni er ljósmynda fjársjóður með myndum frá síldarævintýri á Raufarhöfn 1953 – 1962, Siglufirði um 1960 og í lokin...

Lesa meira

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Veðrið núna

Safn

Dagatal

janúar 2019
S M Þ M F F L
« des    
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031