Advertisement

Höfundur: Jón Ólafur Björgvinsson

Sunnudags pistill: Að vera Siglfirðingur…..

  Að vera brottfluttur innfæddur “útlenskur” Siglfirðingur er ekki alltaf svo létt, sterk heimþrá er mikið tengd yndislegum barnæskuárum í fallegu og sérstöku umhverfi sem auðvitað er ekki hægt að endurlifa en gaman að minnast og það eitt dregur fram allskyns hugsanir. Það sem ég fór frá á unglingsárunum er svo allt öðruvísi en það sem ég kem í heimsókn til í sumarleyfisferðum mínum í fjörðinn fagra. Um daginn heyrið ég spjall við æskuvin minn “Jóa Budda” Jóhann Sigurjónsson í útvarpsþætti hér á trölli.is. Hann var að segja að það sé alveg furðulegt hversu oft hann hitti Siglfirðinga og fólk sem tengist sögu fjarðarins á hinum...

Lesa meira

Furðulegar götur 4 hluti – Hús

Þessi fjórði og síðasti hluti fjallar ekki um neina sérstaka götu, við kíkjum á eyrina, sjáum ljósmyndir sem taka fram þá litadýrð sem einkennir Siglufjörð, kíkjum á hús sem halla, falleg og ljót hús og hús sem hafa fengið nýtt hlutverk og í lokin skoðum við styttur bæjarins….. sem engin nennir að horfa á……. EÐA ? Margir lesendur hér á trölli.is hafa haft gaman af þessari greinarseríu og nokkrir hafa bent á að það séu nú til einfaldar lausnir á þessu með sundurslitna götuparta út um allan bæ. Eins og t.d. að þessir partar fái einfaldlega ný eigin götunöfn. En NEI….þetta var ekki skrifað...

Lesa meira

Furðulegar götur 3. hluti

Stígur…..Gata…..Vegur….Braut….STRÆTI ? Götur geta haft hin ýmsu nöfn og það verður að viðurkennast að þeir sem gáfu Mjóstræti sitt nafn hafa haft húmorinn í lagi. Sjá forsíðumynd hér fyrir ofan. Þessi gata er stutt og mjó og í dag stendur bara eitt hús við þetta STRÆTI. Í þessu þriðja hluta skulum við kíkja á eina af lengstu götum Siglufjarðar, en það er sjálf Hvanneyrarbrautin 2 – 80 og byrjunin á henni er algjör brandari. Skrítnar hliðargötur eru þarna líka og Hvanneyrarbrautin er enginn “bein og breið BRAUT”. Ofan við einn hlutann af Hvanneyrarbrautinni er furðuleg gata sem heitir Vallargata, sumir kalla þessa götu “Sést-Varlagata” og aðrir segja...

Lesa meira

Furðulegar götur 2. hluti

Í þessum kafla skulum við staldra við á Hverfisgötunni sem er í tveimur hlutum, skorinn í sundur af dulafullri götu sem heitir Skriðustígur. En við þá götu standa hús sem tillheyra Lindargötu, Hverfisgötu og Hávegi. Í barnalegum minningum greinarhöfundar var þessi Skriðustígur alltaf kallaður Brekkugata eða bara Brekkan og þessi gata var miklu brattari og lengri en hún er í dag. Náði frá Suðurgötunni og alla leið upp á Háveg. Þetta var snjóþotu og sleðabrekkan okkar allra og á sumrin leiksvæði með stórum trjám og skrítnum stígum að bakhúsum sem standa á milli Hverfisgötunnar og Lindargötu. En við skulum...

Lesa meira

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Veðrið núna

Safn

Dagatal

janúar 2019
S M Þ M F F L
« des    
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031