Sérlegur fréttaritari trölli.is í Svíþjóð vaknaði þreyttur laugardagsmorguninn 2 júní, eftir langa vinnuviku í ys, þys og hávaða sem fylgir oft fólksfjöldanum í stórborgum eins og Gautaborg. Mig langar að yfirgefa borgina og sjá hafið… heyra náttúruleg hljóð og forðast manneskjur.

Mundi svo skynidlega að okkar elskaði Fjallabyggðasonur, Begþór Morthens er að opna sýningu í Gerleborg.. var i helvete ligger det… hugsar minn nývaknaði sænsk/Siglfirski haus. Goggle Maps sagði mér að þessi „borg“ er úti við hafið í um klukkustunda keyrslufjarlægð.

Reyndar var upprunalegur áætlaður sýningaropnunardagur 17 júní. Það er því mjög við hæfi að birtingardagur þessara frásagnar með 30 ljósmyndum af verkum Bergþórs Morthens berist lesendu trölli.is yfir hafið og heim á akkúrat þessum þjóðhátíðardegi.

ATH! ( Smellið á hvaða mynd sem er og hún birtist ykkur stærri og svo getið þið flett myndunum einum og sér fram og til baka.)

Fjallabyggasonurinn Bergþór Morthens, málar líka falleg fjöll!

Eitt af því fyrsta sem Siglfirskur greinarhöfundur dregst að er þetta dásamlega verk. Hólshyrnan! Drottning allra fjalla og guðdómlegi listamaðurinn sem upprunalega hannaði þetta fjall, gerði þetta flott með því að staðsetja fallegan fjallapýramída í miðjum fjarðarbotninum. Siglfirðingar horfa á þessa drottningu alla daga og hún horfir litskrúðug á þegna sína í árstíðar breytilegum ljósakjólum.

Fólkið í Fjallabyggð vill fá fréttir af sínum fjöllum og fólki

… og ég sjálfur líka. Bergþór er nefnilega einn af fáum sem er jafn mikið elskaður á bæði Siglufirði og Ólafsfirði. Það vilja allir eiga hlut í þessum ljúfa listamanni og kennara. Til áhersluauka, þá vill ég samt koma á framfæri að amma hans Ransý, var frá Siglufirði og að fólkinu frá Héðinsfirði þykir vænt um hann líka.

Að Hólshyrnan væri með á þessari fjölbreytilegu listsýningu kom mér ekki á óvart. En hvar er nafni minn JÓN forseti? Bergþór hefur haft það sem árlega hefð að mála nýtt portrettverk með Jón Sigurðsson forseta sem viðfangsefni. En “Jón 2023” er ekki með á þessari sýningu, hann er því miður í láni inná Akureyri.

Jón Sigurðsson forseti, árgerð 2023.

Á ljósmyndinni hér undir má sjá þróun á viðfangsefninu í portrett-seríu Bergþórs sem byrjaði 2009, af landsföðurnum Jóni Sigurðssyni, oft nefndur forseti. Sem reyndar aldrei var forseti Íslands. “Viðurnefnið forseti fékk hann hins vegar vegna þess að hann var frá 1851 forseti Hafnardeildar Hins íslenska bókmenntafélags. ” Sjá meira um nafna minn hér á Wikipedia.

12 útgáfur af Jóni Sig…

Það gæti verið gaman að sjá alla þessa Jóna á einni og sömu sýningunni. Hugur greinarhöfundar dregst til minninga um að sjá langar raðir af dýrum og flottum portrett málverkum á veggjum virðulegar stofnana, af klárum KÖRLUM… Konurnar á bak við stórmennin, eru ekki málaðar á bakhlið porttett verkana og varla minnst á þær í lygilegum karlrembuævisögum heldur.

Í spjalli við meistara Bergþór á þessum sýningaropnunardegi kom einmitt upp umræða um sænska orðið SKENHELIG = skenbart fromhycklandefariseisksjälvgodegenrättfärdigfalskbigottdevotskrymtaktiggudliggudsnådeliggudsnådlighypokritiskjesuitisk 
…. Motsatsord = sannärlig.

SÝNDARMENNSKA! Er kannski ágætis íslenskt orð yfir þetta fyrirbæri, því ætlun svona stórmenna portrett verka, er að sá sem horfir á þau á að grípast af sögulegum virðuleika fyrir stórmenninu. Hér er bara ein glæsileg framhlið sýnd.
Persónulega dáist ég af hugreki meistara Bergþórs fyrir að þora að nota einmitt fræga portrett mynd af sjálfum landsföður Íslands, í að ögra okkur hinum í að sjá HINA HLIÐINA… En það er líka hlutverk listsköpunar að verkja hugsanir hjá áhorfandanum og listamönnum ber einginn skylda til að útskýra allt og ekkert sem þeir skapa. En Bergþór sendir okkur hulin skilaboð í nafngiftum á sumum verkum á þessari frábæru og minnst sagt ögrandi sýningu í Gerleborg.

En stóra spurningin er samt alltaf: HVAÐ SÉRÐ ÞÚ?

Sjá meira lesvert efni um feril listamannsins Bergþórs Morthens í grein hér undir frá 2021 og þar eru einnig slóðir á eldri greinar:

BROTTFLUTTUR… EN SAMT EKKI! Siglufjarðar listamaðurinn Bergþór Morthens

Það passar mér eins og fýs við rass í dag að fara á þessa sýningaropnun og á leiðinni er mér hugsað til Bergþórs og fjölskyldu sem greinarhöfundur hefur fylgst með gegnum árinn með greinaskrifum og ljósmyndum frá bæði vinnustofu/heimili á Siglufirði í uppgerðu merkilegu húsi sem er mér persónulega og pólitískt kært.  Sem og heimsókn á meistarnámsárum Bergþórs á vinnustofu í Valand listaháskólanum og vinnustofu sem brann til kaldra kola 2021 úti á Ringön hér í Göteborg. Hrikalega sorglegur bruni og ekki vissi ég þegar ég sá svartan reyk alla leið upp í Ale þar sem ég bý að ég væri að horfa á listaverkin og vinnuverkfærin hans Bergþórs brenna og lyftast til listaverkahimnaríkis í þessu kolsvarta eitraða reykformi.

Sonurinn Vilmundur, Bergþór, dóttirin Indíana og eiginkonan Elín Aðalsteinsdóttir.

Í bílnum vakna hjá mér hugsanir um að kannski býr í mér smá öfundsýki yfir þeirri staðreynd að Bergþóri hefur tekist að sameina listsköpun, vinnu og fjölskyldulíf á alveg ótrúlegan og nútímalegan máta. Hann skapar mögnuð listaverk hér í Gautaborg og ferðast reglulega heim á Sigló og svo býr hann þar um tíma og skreppur þaðan í vinnuna í Menntaskóla Tröllaskaga inná Ólafsfirði. Þar á milli er hann galdramaður, ekki ólíkt galdrakarlinum norska í sögunni sem stendur að baki skjaldarmerkis vættum Íslands. Bergþór ferðast nefnilega oft ósýnilega og stafrænt og birtist síðan nemendum sínum í Ólafsfirði sem skjámynd með hljóði efst á vélmenni á hjólum á göngum menntaskólans… 
… En ég sjálfur er nú reyndar líka að ferðast stafrænt heim á Sigló með mínum greinsakrifum frá Götet. Segi ég hughreystandi við mína eigin heimþráarsál.

Vel á staðnum átta ég mig á því að auðvitað hef ég verið hér áður, keyrt hér fram hjá þessari fallegu Gerle-(borg), sem er pínulítil og samnstendur bara af einni götu og fallegum vesturstrandar bryggjuumhverfi. En endingin „BORG“ getur haft tvíræða merkingu fyrir Íslendinga. En þarna er líka Gerleborgs listaskólinn og þegar ég legg bílnum, sé ég strax að Bergþór situr úti á spjalli með Gustav Lejelind við kaffihúsið, sem er hluti af gamla Gerleborgsskólanum, en Gustav er í hlutastarfi sem Curator listaskólans.  

Bergþór og Gustaf ... bla bla
Bergþór og Gústav, sem einnig er gamall vinur úr Valand Listaháskólanum.

Listsköpun og fótbolti

Við spjöllum saman á sænsku um listsköpun og Gústav segir frá þessum fallega skóla, en þegar hann hverfur frá, skiptum við yfir í íslensku og byrjum allt í einu að tala um fótbolta. Þetta er nefnilega engin venjulegur sýningaropnunardagur, það er stórleikur kl. 16.00. Manchester United – Mancheter City. Úrslitaleikur FA CUP.
Sjálfur held ég með Arsenal og er frekar sár út í Man C sem stal af okkur deildarbikarnum. Sameiginlegt eigum við Beggi þó, að við erum báðir miklir stuðningsmenn IFK Gautaborg og þar vorum við innilega sammála um þetta vor hefur verið það versta í sögu félagsins… varla vert að eyða tíma í að ræða það… Svona pendlar samtal okkar með jöfnu millibili.
Listsköpun, heimspeki og… fótbolti. Það býr ekki bara listamaður í þessum haus sem ég er að tala við…. og þannig er það með okkur öll, undir yfirborðinu, býr eitthvað annað í okkur líka.

Þetta tvíræða í öllu sem til er í mannlegum samskiptum og í stórkostlega ögrandi listsköpun sem klífur út úr rammanum hjá „fótboltabullunni“ Bergþórs Mothens, festist í mér sem þema allan daginn.  

Málverk/skúlptúr?, Flatt, eða þrívídd og efna- og hugmyndafræðileg endurvinnsla?

En þrátt fyrir brunan hræðilega eða hvort sem Man U vinnur eða tapar leikjum þá heldur Bergþór ótrauður áfram að skapa listaverk sem ögra honum sjálfum, jafnt þeim sem sjá verkin.

Sýningin sem opnar í  dag og stendur yfir fram á haust í Gerleborg heitir á sænsku „Under ytan/ Undir yfirborðinum“ og spilar á þetta sem bæði sést og sést ekki og verkin ögra augum, skynjun og jafnvel hugreki áhorfandans í að þora að koma nær og sjá það sem við kannski ekki viljum sjá eða heyra. Sum verkin eru þar fyrir utan með eigin augu sem horfa sjálf á sýningargestina. Þrívíddaráhrif margra verkana skapar líka möguleika í að sjá í sama listaverkinu, eitt verk framan frá og önnur frá vinstri eða hægri. Komdu nær ef þú þorir og þá sérðu kannski dularfulla hluti og skilaboð undir yfirborðinu.

Hér er á ferðinni hulin heimur, sem er fullur af tvíræðum skilaboðum til okkar um “pólittískt bull og kjaftæði”, sem í byrjun þessa byltingarkennda „fallega/ljóta skrímslavæðingarstíl“ meistara Bergþórs. Lak í mikilli litadýrð úr munni og skilningarvitum  frægra pólitíkusa á vinnustofunni í Valand listaháskólanum.

Núna er Bergþór búinn að ganga enn lengra í þessum og sumt er hreinlega komið út í algjöra ÖFGA og listamaðurinn viðurkennir það.
En hann er líka að miðla þessum sköpunaröfgum lífsins til okkar allra .

Ég er oft algjörlega bremsulaus….

… Segir Bergþór, þegar ég spyr hvenær honum finnst nóg komið og verkið þar með tilbúið?

Verkið kannski byrjar á ákveðinni grunnhugmynd og svo ber vinnan mig áfram í eitthvað annað og ég veit ekki sjálfur hvort þetta er komið út í öfga eða ekki…

En þetta sést vel í verkunum og er meira að segja útskýrt á hulin máta í sýningarskránni sem er mun efnafræðilega flóknari en aðrar venjulegar sýningarskrár.

Dæmi 1: Verk númer 14. Titill: „Portrett myndin sem vildi frekar verða landslagsmálverk.“  
Já einmitt, hugsa ég. Hún byrjaði flöt í einhverskonar ramma og fór síðan út fyrir ramman og breyttist í þrívíddar landslags-málverksskúlptúr. Ótrúlega ögrandi verk.

Dæmi 2: Verk númer 28. Titill: „ Under ytan/Undir yfirborðinu „ En hér vil ég benda á efnislistann á bak við verkið. Yfirleitt stendur bara Akrylmálverk eða vatnslitamynd. En hér kemur langur listi um ýmislegt sem sýnir hversu flókin þessi listsköpun Bergþórs er í rauninni:

Akryllitir, lím, spreybrúsamálning, tré, járn, einangrunarfroða, kókosvefur og gips.

Og hvað? Ertu stórkúnni með góðan magnafslátt í Hornback byggingavöruversluninni? Nei, reyndar ekki, kaupi mest í Bíltema, ég ætti kannski að fara og sýna þeim það sem maður getur gert úr vörunum frá þeim. Láta þá sponsra mig með efni. Annars fer oft á tíðum allt mögulegt sem ég hef við höndina í verkin.

Hugmyndaendurvinnsla, neysluöfgar og alvöru endurvinnsla

Sem gott dæmi um hugmyndaendurvinnslu og neysluöfga, getum við kíkt nánar á þetta stórkostlega listaverk.
Um þetta verk, númer 19 á sýningunni, segir meistari Bergór Morthens eftirfarandi:
“Innblástur er fengin að láni frá Micaelangelo de Caravaggio (f. 1571. D. 1610) sem upprunalega málaði uppstillinguna í þessa mynd. Postulinn, Tómas efast, en Tómas var sá lærisveinanna, sem var kallaður efasemdarmaður. Þegar orðrómur barst um upprisu Jesú sagðist hann að hann myndi ekki trúa því, nema að hann fengi að leggja hönd á síðu hans – pota í sárið.
Titillinn á verkinu mínu er Decayin’ With the Boys og er lánaður frá harðkjarna hljómsveitinni (Every time I die) en tónlist er einmitt líka mikill innblástur í öllu sköpunarferlinum hjá mér.” Fyrir sýningargestinn mig, vakna spurningar um hvort að þetta fræga líkvökupartý hafi farið algjörlega úr böndunum… Persónulega finnst mér líka að postulinn sem liggur útsleginn yfir borðið sé grunsamlega líkur Bergþóri sjálfum, ælandi litríkum viðbótum á myndlista/borð-dúkinn.
Efasemda Tómas, potar í sárið. “The Incredulity of Saint Thomas by Caravaggio” Mynd lánuð frá Wikipedia.

Í verkum Bergþórs er oft bæði augljóst og ekki að hann hefur kannski byrjað sum verk út frá þekktum málverkum eða ljósmyndum.
T.d. er portrett verk af frægum Siglfirskum presti í hefðbundun stíl í bakgrunni verks sem vex síðan fram og heitir að lokum „Helgislepja/ Holy slime.

Annað dæmi er verkið „ Plösligt händer det/ All í einu gerist það…“ sem er ávísun í sænska skrapmiða lottó sjónvarpsauglýsingu. Inni í þessu skrímslaverki er falin „Triss-lott“ sem gæti gefið vinning. Verkið fær mig til að hugsa: Ef þú vinnur milljarð, vinnur maður þá bara hamingju, eða gæti verið að því fylgi „ofneyslu martraðir“ og kaupæði líka… hmm.

Svona kemur þetta tvíræða í verkum Bergþórs mér fyrir sjónir og þín upplifun getur eflaust orðið allt önnur.

Fallega ljótt…

Ef maður stendur fyrir framan skúlptúr sem við fyrstu sýn virðist vera einhverskonar litríkt blóm úr öðrum heimi sem hefur skotið rótum og vaxið upp úr Íslenskri ORA niðusuðudós, en er samtímis skrímsli. Þá veit minn reynsluheimur ekki alveg hvernig maður á að túlka þetta.
Í orðinu blóm liggur eitthvað fallegt, en samtímis eru til blóm sem éta flugur. Flugur eru vanalega að hjálpa blómum að fjölga sér… en svo er akkúrat þetta Oradósa litríka blóm líka skrímsli.

Skrímslablóm? Það er erfitt að kyngja þessu listaverka lýsingarorði, bæði fallegt, ljótt og hættulegt samtímis.

Það er allt mögulegt og ómögulegt í þessum listaverkum og sem dæmi um skondna endurvinnslu er svarið sem ég fékk þegar ég spurði hvort að þetta væri beinagrind í einum af skúlptúrnum? Já, Elín átti þessa plast beinagrind þegar hún þurfti að kunna öll bein í kroppnum utan til á latínu, þegar hún var að læra hjúkrunarfræði.

En svona ögra verk Bergþórs mínu gamla innæfða hugsanamunstri, þar sem heilinn á mér vill sortera allt í sömu gömlu endurvinnsluflokkana. „En tímarnir breytast og mennirnir með“ er oft sagt.  En það er helvítis lygi og staðreyndin er að mannskeppan er ekki tilbúinn að fórna einu eða neinu, eða kasta gamalli úreltri hugmyndafræði eða breyta neysluvenjum, hvað þá hugarfari sínu. Þrátt fyrir vísindalegar staðreyndir sem segja þér og öllum öðrum að við erum við það að kála þessari plánetu og við eru ekki með aðra til vara… Ekkert plan B!

Það er einmitt þetta sem verk Bergþórs eru að segja okkur og þetta er alveg svakalega mikið „In your face“ sýning, sérstaklega ef þú þorir að kíkja undir yfirborðið.  

Fyrir tilviljun var í einu horninu á sýningarsalnum endurvinnslu plastbalar og mér fannst það passandi akkúrat hér á þessari sýningu.

Úps! Það er bara hálftími í leik

Við dettum aftur inn í boltaspjallið, tæpur hálftími í leik ársins og ég spyr Begga:
Viltu ekki bara koma með mér í 10 mínútna keyrslu til Fjällbacka. Siglfirðingurinn Biggi Eðvarðs vinur minn og frú búa þar og hann er algjör Man U bulla. Komdu bara með og við horfum saman á leikinn þar. Nei, því miður, við fjölskyldan komun hingað í gær og sonurinn Vilmundur, er orðin frekar leiður á náttúrufegurð og of hljóðlátu umhverfi, vill komast heim í tölvuna sína og svoleiðis… hann hefur engan áhuga á knattspyrnu heldur.
Indíana er hins vegar sallaróleg yfri þessu öllu. Já, mikið svakalega finnst mér það fallegt að þið skírðuð hana þessu dásamlega Siglfirska nafni sem tilheyrði hinni góðhjörtuðu frú Indíönu Tynes í Tyneshúsinu sem þið hjónin keyptu og gerðu svo flott.  

Og hvað, missir þú þá af leiknum? Nei, nei, Elín keyrir og ég horfi á leikinn í símanum.

Góða ferð heim vinur og takk fyrir skemmtilegt spjall og ótrúlega ögrandi sýningu.

Bergþór við sköpunarverk sitt sem er síðasta verkið í sýningarskránni. Nr. 28: Under ytan / Undir yfirborðinu. Staðsetning skúlptúrsins á sýningunni dregur hugan ósjálfrátt að ímynduðu risastóru stofublómi í fallegum potti, sem hefur vaxið um of og orðið að einhverju sem er fallega ógnandi.
Spurningin er hvort að þetta sé flugublóm? Flugan sem frjóvgaði blómið, var orðin leið á þeirri vinnu og vildi frekar verða blóm. Hmm.

Sýningin situr í mér, sem listrænt “knock out” eins og verkið sem Bergþór stendur við á forsíðu ljósmyndinni. Innblástur sæki meistarinn í mómentið þegar boxarinn Mohamed Ali stendur stoltur yfir nýrotuðum Sony Liston. Ég er fastur í hugsunum um þessi stórkostlegu listaverk, sem  ýta mér út í, svona… allt er ekki annað hvort svart eða hvítt… “gráa svæðið” er þarna alltaf líka ef þú gáir „UNDER YTAN“

Myndaalbúm: Sýnishorn af nokkrum verkum.

ATH! ( Smellið á hvaða mynd sem er og hún birtist ykkur stærri og svo getið þið flett myndunum einum og sér fram og til baka.)

Epilog

Á leiðinni út úr Gerle-borginni litlu varð mér mál að pissa, svo ég stoppaði í vegkantinum og gat ekki stillt mig og tók þessa krúttlegu mynd af jórtrandi beljum í sólbaði á grænu túni. Djúpar heimspeki hugsanir duttu skyndilega yfir mig, sem gerist oft hjá karlmönnum, þegar blóðið hættir að streyma niðurávið og berst óhindrað upp í hausinn á þeim. Eða svo var ég enn undir sterkum áhrifum frá heimspekinni í listsköpun Bergþórs Morthens.

Eru þetta virkilega hamingjusamar beljur í sumarleyfi, eftir innanhúss fangelsisvist veturins? Eru þær ekki í beljuhugsana sakleysi sínu óvitandi um að þær eru í rauninni bæði fangar og þrælar bóndans sem á þær? Dulið markmið bóndans, með því að sleppa þeim hálffrjálsum út í grænbeitið er auðvitað að hann vill að þær framleiði meiri mjólk og betra kjöt. Bóndinn mun líklega slátra sumum í haust vegna þess að þær voru svo latar í mjólkurframleiðslunni í sumarfríinu….

Nei, Jón Ólafur! Hættu nú þessu heims-speki-rugli og farðu að einbeita þér að því keyra bíl á þröngum sveitavegum til Siglfirsku vina þinna í Fjällbacka.

Greinarhöfundur er líka fastur í Siglósögunni og framtíðinni samtímis. Tyneshús – Borgarkaffi – Kratahöllin – Morthenshús?
Elínarhús og seinna kannski Villa og Indíönuhús, hver veit.

Lífið og listsköpun er svo fjölbreytilegt og hlutverk og innihald húsa líka.

Að lokum:
Fótbolti og Víkingar í Fjällbacka

Ég kem annarshuga og óupphitaður til Fjällbacka, rétt fyrir leik og fæ mér kaffi og sígó á svölunum með heimsins besta útsýni yfir höfnina í bænum. Akkúrat þá siglir inn alvöru Víkingaskip og ég gantast við Bigga og Önnu Margréti um að þetta séu örugglega Íslenskir veðurfarsflóttamenn…

Þeyguðu Nonni!
Leikurinn er að byrja… og ég rétt næ að snúa mér við í svalahurðinni og svo PANG…  1-0 fyrir Man City.
13 sekúndur! Er þessi stórleikur bara búinn áður en hann byrjar????

Biggi fór að hágráta og ég álíka tapsár Arsenalmaðurinn, lagði mig allan fram við að hugga hann.
En Bergþór? Eins gott að hann var ekki að keyra bílinn sjálfur, sé hann fyrir mér grátandi í bílnum og þessi annars svo góði sýningaropnunardagur ónýtur og um alla eilíf tengdur við þennan hræðilega tapleik.

En svona er lífið fyrir listamenn og fótboltabullur og Man U gaurarnir Beggi og Biggi ná sér örugglega fljótlega á strik aftur.

Bestu Siglósaknaðarkveðjur til ykkar allra

Nonni Björgvins.

Höfundur:
Jón Ólafur Björgvinsson

Ljósmyndir:
Jón Ólafur Björgvinsson og Bergþór Morthens.

Greinar, Pistlar og fl. eftir sama höfund:
AUTHOR: JÓN ÓLAFUR BJÖRGVINSSON          

P.s. Það er til frægt sænskt dægurlag sem heitir einmitt “Undir ytan / Undir yfirborðinu” Hægt að hlusta hér á Youtube.com.

Uno Svenningsson- Under ytan

Textin er góður og minnir á það sama og Bergþór gerir myndrænt.
Enskur texti:

Beneath the surface
Some are big, some are small
Beneath the surface
There is laughter and tears
There’s a lot going on there
That we cannot understand
But we always find the answers
There, in the depths of ourselves

I know, I know, I know that you’re out there x 4

People are laughing and cheering
But soon it ends in chaos
Someone is kicking and beating a poor soul
Who’s got no chance
I see that no one cares
And neither do I
The fear is too big and strong to do anything at all
Beneath the surface
I’m ashamed of myself
Beneath the surface
The image burns my eyes

I know, I know, I know that you’re out there x 4

I think about it often
If it had been my brother
Then I too would have turned into a monster without words
When I see all the evil
That we humans have unleashed
The meaningless suffering
Then I have a hard time understanding
That we all have been children
And helpless at one point
Loved without boundaries
Loved without being forced
Beneath the surface
We are all small
Beneath the surface
A good soul can be lost