Advertisement

Höfundur: Jón Ólafur Björgvinsson

Furðulegar götur 1. Hluti

Siglufjörður hefur ætíð verið þekktur fyrir sitt frábæra bæjarskipulag sem Séra Bjarni Þorsteinsson er upphafsmaður af. Maður sér metnað og framtíðartrú í stóru torgi og Aðalgötu með risastórri kirkju í öðrum endanum. Einhverskonar “Manhattan” götuskipulag einkennir eyrina og skapar einstaklega skemmtilega stemmingu með alvöru miðbæ, sem er eitthvað sem ekki er til í mörgum öðrum bæjarfélögum af svipaðri stærðargráðu. En á eyrinni eru líka hús sem pössuðu ekki alveg inn í þessa heildarmynd og standa á ská við götuna eða á milli gatna. Líklega vegna þess að þau stóðu þarna áður en Séra Bjarni tók málið í sínar hendur. Þessi greinarsería fjallar nú reyndar ekki svo mikið um skipulagið á...

Lesa meira

Skandinavísk landlega í máli og myndum

Nýafstaðinn Samnorræn Strandmenningarhátíð samfara árlegri Þjóðlagahátíð á Siglufirði lauk formlega sunnudaginn 8 júlí. Þessum tveimur hátíðum var slegið saman og útkomunni má einna helst líkja við landlegur á síldarárunum hér í denn. Fólk spjallaði saman á “Skandinavísku” út um allan bæ og það var sungið og dansað á bryggjuballi í lokin.   Við getum léttilega sagt stolt að Siglufjörður varð enn og aftur “Nafli Alheimssins,” “Klonedyke Norðursinns” og “Höfuðborg Síldarinnar” þessa yndislegu daga og á félagsmiðlum mátti sjá að margir brottfluttir Siglfirðingar og svo margir aðrir sem tengjast firðinum ástarböndum voru með ákafa heimþrá og óskuðu sér einskins annars en að geta verið með í gleðinni í logninu og blíðunni á Sigló....

Lesa meira

Á leið til Íslands

Samnorrænu strandmenningarhátíðinni er lokið sem og Þjóðlagahátíð, hversdagsleikinn tekinn við og allir bæjarbúar og gestir sem tóku þátt farnir heim með skemmtilegar minningar, bátar, skip, músíkantar og hátíðartjöld horfin úr firðinum rétt eins og í gamla daga þegar landlegu lauk þegar að það birti til. Það sem gerir þessa strandmenningarhátíð svo sérstaka eru hin sterku norrænu tengsl við Siglufjörð, en fullyrða má að Siglufjörður sé eini staðurinn á landinu þar sem allar norrænu þjóðirnar hafa átt sín spor. Hér voru Norðmenn, Danir, Finnar, Svíar og Færeyingar við síldveiðar og tóku þátt í uppbyggingu staðarins og síldariðnaðarins. En eitt var...

Lesa meira

Húsið á Ásnum

Þetta hús birtist skyndilega þarna á Ásnum fyrir handan fjörð og er svolítið einkennilegt í útliti og snýr ekki beint í austur/vestur eins og önnur hús sem maður sér þarna þegar maður skreppur “yfrum.” Maður þarf að fara nálægt þessu fallega húsi til þess að sjá formið á því og þegar nær dregur sér maður líka að þarna er bæjarins besta útsýni yfir fjörðinn fagra, það eru gluggar í allar áttir……maður sér Hólshyrnuna í nærmynd skipta um skýja og sólbirtukjóla, skógræktin og nýr glæsilegur golfvöllur blasir við fyrir neðan Skarðsdalinn og síðan sér maður allan bæinn og alla leið út á Siglunes. Kristján Hauksson og Erla Björnsdóttir...

Lesa meira

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Veðrið núna

Safn

Dagatal

janúar 2019
S M Þ M F F L
« des    
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031