Formáli:

Lífið er oft fullt af skemmtilegum tilviljunum sem leiða mann á vit ævintýralegra heimsókna og sjaldan hef ég orðið eins hissa eins og þegar mér var boðið í leynilega mannshellaskoðunarferð í Lysekil á vesturstönd Svíþjóðar. Já, en þetta var ekki bara einn mannshellir, (Man Cave) heldur 5 stykki. Vel faldir í kjallara í venjulegu ónefndu gömlu fjölbýlishúsi. Það sem þið sjáið á myndunum gæti allt eins verið hlutir sem ættu heima á virðulegu opinberu safni, en þetta er allt saman einkaeign 63 ára gamla húsvarðarins Ingemars Skarstedt sem vinnur hjá Lysekilsbosteder í Lysekil. Sjálfur býr hann úti í sveit og þar eru fleiri bílar, mótorhjól og allskyns munir sem hann safnar. Greinarhöfundur á heimsókn þangað til góða seinna.

Af nógu er að taka hér og augað hefur vart undan við að skoða alla þessa merkilegu muni sem Ingimar hefur safnað í áratugi. Þetta er upp um alla veggi, en allt samt snyrtilega og umhyggjusamlega uppstillt og dásamlega fallegt að skoða og það er einstaklega gaman að ræða við eigandann um allskyns sögur sem tengjast þessum munum.

En ekki er hægt útskýra allt í orðum og þess vegna er betra að ljósmyndir í 5 albúmum segi þessa sögu sjálfar.

ATH. Ef þið smellið á mynd í greininni er hægt að fletta stækkuðum ljósmyndunum fram og til baka. En auðvitað er skemmtilegast að skoða alla myndatexta og söguna í heild sinni.

Vinkona mín Sigurbjörg Óskarsdóttir er mikil prjónalistakona sem býr í Lysekil og Ingemar hafði gegnum vin, beðið Sibbu um hjálp við að prjóna kópíu af fallegri Harley Davidsson peysu frá 1930 og eitthvað… svo sagði hún mér frá þessum merkilega manni og einkasafninu hans.
En þegar ég hitti hann þá kannaðist ég strax við svipinn á honum og minntist þess að hafa hitt hann áður við byggðasafnið Vikarvet hér í Lysekil.

Mikið rétt… og svo eigum við líka sameiginlegan vin í síldardósasafnaranum Henrik sem ég hef sagt ykkur frá áður.

SÍLDARDÓSASAFN Í GRÓÐRARSTÖÐ! 35 myndir
Safnarinn Ingimar Skarstedt og Sigurbjörg Óskarsdóttir prjónalistakona og Harley Davidson peysan fallega.
Uppgert Harley Davidson keppnismótórhjól, árgerð 1919 (1000 cc) Einstakt mótorhjól, það tók Ingemar 30 ár að gera það upp og það kostaði hann um 400.000 SKR í peningum líka. (5,5 miljón ISK) Þú getur gleymt því…. Þetta mótorhjól er EKKI til sölu…

Mannshellir 1: Mótorhjólasaga og hermennska

Í þessum fyrsta mannshelli sem við sjáum er mikið minnst á mótorhjólakappaksturs keppni og þá sérstaklega á frægt keppnissvæði í Hunnebostrand. Ingimar er að vinna að útgáfu á bók um þetta merkilega tímabil sem er undanfari Speedway mótorhjólakappaksturs.

Einnig er hér mikið af hermennsku minningum Ingimars og annarra, en hann var um tíma liðsmaður í herþyrlusveit sænska hersins hér í Lyskil.

Hér heldur Ingemar á merkilegu minnismerki um innrás Nasista á Krimskaga 1941-42.

Mannshellir 2: Fleiri flott Harley Davidson mótorhjól og krókódíll í dós

Panoramamynd af mannshelli 2.

Ingimar læsti helli 1 vel og vandlega og svo gengum við að næstu hurð sem var rammlega læst og þar beið okkar mannshellir 2 með mikilli litadýrð með allskyns auglýsingavörum, dósum og orginal Harley Davidson varahlutum og fl. Mótorhjólið við dyrnar var hann nýbúinn að selja, honum fannst þetta Chopper style HD mótorhjól ekki vera neitt sérstaklega fallegt.

En sjón er sögu ríkari í þessum einstaka mannshelli númer 2.

Mannshellir 3: Flottar skellinöðrur og allskyns nostralgía í lítilli gamaldags íbúð!

Já við safnarar höfum svo sem ekkert eitt ákveðið markmið í söfnunaráráttu okkar og ég sá að Ingemar var mjög líkur mér að mörgu leyti, en ég safna ekki bara gömlum myndavélum, heldur líka öllu mögulegu sem tengist þeim bransa og líka allskyns gömlum tækjum og tólum frá liðnum tíma.

SÖFNUNARÁRÁTTA… MÍN OG ANNARRA! Myndasyrpusaga

Við gengum nú út aftur og að gaflinum á fjölbýlishúsinu og þar opnaði Ingemar hellir númer 3, sem í rauninni er gömul 1 herbergja íbúð og þar var öllu mögulegu blandað saman í belg og biðu.

Mannshellir 4: Barnæskuminningar, leikföng og kópía af æskuheimilinu í kjallarageymslu!

Við göngum nú upp að framhlið fjölbýlishússins og niður í kjallara í stigaganginum sem Ingemar ólst upp í og hér opnast undursamlegur heimur, því hér hefur hann innréttað gamla kjallarageymslu með mublum, myndum og fl. frá æskuheimili sínu. Mamma hans hafði haldið til haga öllum leikföngunum hans og þarna eru miklar minningar í öllu sem maður sér og snertir.

Mín upplifun var að þetta var eins og að klífa inn í tímavél og ég sá fyrir mér mitt eigið líf og barnæsku Ingemars frá byrjun 1960 til 1970. Dásamlega falleg hugmynd að leyfa sér að spara alvöru kópíu af sínu eigin barnæskuumhverfi og geta síðan skroppið þangað í heimsókn þegar maður vill.

Ingemar í “baksýnis-speglinum” horfir á leikföngin sín og góðar æskuminningar.

Að lokum…
Mannshellir 5: Bílskúr með bensínstöð og flottum Chevrolet Impala árgerð 1960

Við Ingemar göngum nú upp fyrir fjölbýlishúsið sem hann ólst upp í og þar leigir hann fimmta lokalinn undir gimsteininn sinn sem hann lagði mikla vinnu og pening í að gera upp eins original og hægt er. Þetta er ótrúlega fallegur skjannahvítur Chevrolet Impala 1960 með rauðri innréttingu.

Þessi bíll er margverðlaunaður og sýnir þann karakter sem Ingimar hefur, þolinmæðin og nákvæmnin er algjör. Bíllinn er svo langur að hann rétt kemst inn í þennan gamla bílskúr og bara skottið á honum er stærra en litli Kia Rio bíllinn minn.

Chevrolet Impala, árgerð 1960.

Þakklætiskveðja til þín Ingemar fyrir að leyfa okkur að sjá safnið þitt og mig hlakkar til að heimsækja þig í sveitina og fá þá að sjá meira af flottum bílum og mótorhjólum og fl.

Gleðilega páska!

Höfundur texta, uppsetnig, ljósmyndun og myndvinnsla:

Jón Ólafur Björgvinsson

Sjá meira söguefni eftir sama höfund hér:

https://trolli.is/author/nonni/