Landsmenn hafa á undanförnum áratugum fagnað saman allskonar tímamótum, fermingarafmælum, áratugum, útskriftum og þess háttar með árgangsmótum.

Á árgangsmótum er ætíð glatt á hjalla, gömlu tímarnir rifjaðir upp, farið í skoðunarferðir og vináttubönd tengjast á ný.

Helgina 18. – 20. mars síðastliðinn kom árgangur 1949 saman í Ólafsfirði til að fagna 60 ára fermingarafmæli.

Bergþóra S. Þorsteinsdóttir ein úr hópnum sem fermdust af sr. Kristjáni Búasyni segir svo frá.

“Við vorum 26 sem fermdumst. 3 eru látnir en 15 mættu og margir með maka. Áttum frábæra helgi.

Höfðinglegar móttökur hjá Jónasi Sigurjóns, Álfheiði Árna, Jakobi Hilmari og þeirra mökum.

Skoðuðum gamla skólann okkar, lögðum blóm á leiði Friðriks og Júlíönnu, skoðuðum Pálshús og kirkjuna. Helga rakti sögu kirkjunnar og Álfheiður sagði okkur frá altarisklæðinu.

Hér að neðan eru nokkrar myndir sem Bergþóra tók við þetta ánægjulega tækifæri.

Myndir/Bergþóra S. Þorsteinsdóttir