Hljómsveitin Fjöll hefur gefið út lagið „Í rokinu“, sem er annað lag hljómsveitarinnar á þessu ári. Lagið er komið í spilun á FM Trölla.

Samhliða útgáfunni gefur Fjöll út myndband við lagið.

Það var tekið í sal gamla Tónabíós, sem nú er verið að gera upp og stendur til að opna á nýjan leik fyrir ýmiss konar starfsemi á næstunni.


Þrír meðlimir hljómsveitarinnar Fjöll, Guðmundur Annas Árnason söngvari, Snorri Gunnarsson gítarleikari og Kristinn Jón Arnarson bassaleikari, hófu samstarf í hljómsveitinni Soma sem náði töluverðum vinsældum seint í níunni.

Þeir hafa síðan unnið saman í hinum ýmsu hljómsveitum gegnum tíðina og er Fjöll sú nýjasta.

Fjórði meðlimur sveitarinnar er svo Ragnar Þór Ingólfsson, sem spilar á trommur. Hann spilaði með hljómsveitunum Guði gleymdir og Los, einnig í níunni, en hefur nú dregið fram trommusettið á nýjan leik.

Í rokinu var tekið upp í Hljóðrita og sá Kristinn Sturluson um upptöku og mix. 

Spotify: https://spoti.fi/3Xn6QlG

Apple music: https://apple.co/3No2t59

Fjöll á Facebook bit.ly/3Pt02AP

Fjöll á Instagram: bit.ly/3JrFSDk