Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti 10. nóvember 2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Gránugötu 5 og 13 skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið afmarkast af lóðamörkum Gránugötu 5, landnr. 142401, og Gránugötu 13, landnr. 142405.

Markmið þessarar deiliskipulagstillögu er að skilgreina afmörkun lóða og lóðastærða Gránugötu 5 og 13, skilgreina afmörkun byggingarreita og núverandi mannvirkja og setja fram byggingarskilmála og gera grein fyrir hugmyndum um ásýnd núverandi og fyrirhugaðra mannvirkja.

Tillagan liggur frammi í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24 á Siglufirði frá 18. nóvember 2021 til 30. desember 2021 og á heimasíðu Fjallabyggðar.

Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast tæknifulltrúa í síðasta lagi 30. desember 2021 annaðhvort á Gránugötu 24, Siglufirði eða á netfangið hafey.bjorg@fjallabyggd.is.

Sjá nánar fylgiskjöl:
Tillaga að deiliskipulagi – Gránugata 5 og 13
Nýbygging JE – Vangaveltur um útlit

Forsíðumynd/samansett úr fylgiskjölum