Tilboð voru opnuð þriðjudaginn 19. mars í verkið “Siglufjörður Aðalgata, endurnýjun”.

Eftirfarandi tilboð bárust:
Bás ehf. 75.706.167,-
Sölvi Sölvason 65.868.982,-
Kostnaðaráætlun 75.688.550,-

Deildarstjóri tæknideildar hefur yfirfarið tilboðin og lagði til við bæjarráð að tilboði lægstbjóðanda verði tekið.

Bæjarráð samþykkti tillögu deildarstjóra tæknideildar um að taka tilboði lægstbjóðanda, Sölva Sölvasonar kr. 65.868.982,-.

Bæjarráð leggur áherslu á að náið og gott samstarf verði haft við verslunar- og fasteignaeigendur meðan á framkvæmdinni stendur.