Miðvikudaginn 9. september voru 40 ár síðan leikskólinn Krílakot hóf göngu sína.

Leikskólinn hefur tekið þó nokkrum stakkaskiptum í gegnum árin en í dag samanstendur hann af fimm deildum, Skýjaborg, Sólkoti, Mánakoti, Kátakoti og Hólakoti.

Boðið er upp á 4 – 8 ½ tíma vistun og tekur leikskólinn við börnum þegar fæðingarorlofi lýkur, ef kostur er, til 6 ára aldurs. Alla jafna geta dvalið í kringum 100 börn í leikskólanum og starfsmenn eru um og yfir 30 talsins.

 Venjan er á svona stórum hátíðardögum að bjóða foreldrum og forráðamönnum á opið hús í tilefni dagsins en í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi eru í samfélaginu þótti ástæða til að sleppa því í ár.

Í staðinn fögnuðu starfsmenn og nemendur leikskólans afmælisdeginum í sameiningu, drógu fána á loft, fengu sér pizzu í hádegismatinn og gæddu sér á afmælisköku. 

Sjá myndir HÉR

Mynd/Dalvíkurbyggð