Að gefnu tilefni vill Matvælastofnun upplýsa um eftirfarandi varðandi heimaslátrun. Sláturdýrum sem slátra á í því skyni að dreifa afurðum á markaði skal slátra í sláturhúsum með starfsleyfi. Eigendum búfjár er heimilt að slátra búfé sínu til eigin neyslu.  Óheimilt er því að dreifa eða selja afurðir úr heimaslátrun til annarra. 

Eigendur búfjár sem slátra eigin fé þurfa að huga vel að velferð dýra við aflífun og hreinlæti við meðferð sláturafurða. Sjúkdómsvaldandi örverur eins og listería, E. coli (STEC), salmonella og Clostridium geta borist með kjötafurðum í fólk.

Bændur sem hafa hug á að starfrækja lítið sláturhús sem samþykkta starfsstöð fyrir sölu og dreifingu sláturafurða eru hvattir til að kynna sér lög um matvælireglugerð um lítil matvælafyrirtæki og hefðbundin matvæli og styrki nýs Matvælasjóðs sem hefur opnað fyrir umsóknir. Starfsemin er háð starfsleyfi frá Matvælastofnun og fá framleiðendur dýraafurða úthlutað samþykkisnúmeri þegar leyfi er veitt.

Matvælastofnun hefur eftirlit með öryggi matvæla og velferð dýra í sláturhúsum, í flutningi og hjá frumframleiðendum (bændum). Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga hefur eftirlit með sölu og dreifingu sláturafurða.

Ítarefni

Skoða á mast.is