Snjóflóð féll fyrr í dag skammt frá bænum Kambi í Deildardal við Hofsós.

Deildardalur er dalur í Skagafirði austanverðum, liggur upp frá Höfðaströnd til suðausturs á bak við Óslandshlíðarfjöllin. Nokkru innan við byggðina deilist hann í Seljadal eða Austurdal og Vesturdal og á milli þeirra er Tungufjall, mjótt og hvasst eins og fleygur. Um dalinn rennur Deildará, sem heitir Grafará neðar.

Björgunarsveitin Grettir greindi frá því á facebooksíðu sinni með eftirfarandi færslu.

“Það er óhætt að segja að það sé varasamt að fara um Tröllaskagann núna. Hér er 240 metra breitt flóð sem féll um hádegisbil í dag í Deildardal við Hofsós. Skammt frá bænum Kambi. Það hefur farið yfir veginn og yfir ána og brúna”.

Mynd/Björgunarsveitin Grettir