Útvarpsþátturinn Plötuspilarinn snýr aftur eftir tveggja vikna hlé. Þátturinn er á dagskrá FM Trölla í dag kl. 17 og þá mun Oskar Brown, stjórnandi þáttarins, bjóða hlustendum í íslenska tónlistarveislu  þar sem ægir saman gömlum og nýjum lögum með íslensku tónlistarfólki.

Á meðal þeirra sem að koma við sögu í þættinum í dag eru Bubbi, Bergrós, Draumfarir, Hafdís Huld, Ingvar Valgeirsson og Swizz, Kvika, Moskvit, Teitur Magnússon, og Unun.

Ekki gleyma að hlusta á þáttinn á https://trolli.is/

Útsendingatíðni FM Trölla er FM 103.7 fyrir þá sem búa í Eyjafirði, í Ólafsfirði, á Siglufirði, í Skagafirði eða á Hvammstanga.