Erindi til fyrirtækja í Fjallabyggð frá HSN Fjallabyggð.

Við erum í nokkrum vandræðum að ná til ákveðinna íbúa Fjallabyggðar. 

Það á einkum við um einstaklinga af erlendum uppruna. 

Við höfum veriða að boða í bólusetningar en til þess þarf símanúmer þess sem er boðaður.  

Mikill skortur er á að skráð séu símanúmer á einstaklinga af erlendum uppruna, þó það eigi einnig við um Íslendinga og leitum við til fyrirtækja í Fallabyggð með hjálp. 

Boðið verður uppá opna bólusetningatíma á þriðjudögum og miðvikudögum milli kl 15:00 og 16:00. 

Vinsamlegast upplýsið starfsfólk ykkar um þetta þar sem það á við.

HSN Fjallabyggð.