Í gær, sunnudaginn 9. febrúar, var haldinn 36. aðalfundur Félags eldri borgara Siglufirði.

Heitt var á könnunni og var fundurinn vel sóttur en hann fór fram í Skálarhlíð Siglufirði.

Ný stjórn var kjörin, og hana skipa:

Konráð Karl Baldvinsson varaformaður, Guðfinna Ingimarsdóttir gjaldkeri, Ingvar Guðmundsson formaður, Ása Jónsdóttir meðstjórnandi og Rögnvaldur Þórðarson ritari.

Fimm konur kvöddu stjórnina en þær höfðu allar verið yfir áratug í stjórn félagsins, og verður seint fullþakkað fyrir sín störf í þágu félagsins.

Ingvar formaður, sem setið hefur í formanns stólnum í fimm ár, er mjög ánægður með skipun nýju stjórnarinnar og óskar stjórnarfólki til hamingju með kjörið. Stjórnin er kosin til tveggja ára.

Mynd: Steingrímur Kristinsson