Á 61. fundi markaðs og menningarnefndar kynnti markaðs- og menningarfulltrúi hugmyndir að merkjum (logó) fyrir Bókasafn Fjallabyggðar, Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar og Listasafn Fjallabyggðar. Gígja Ívarsdóttir hannaði merkin.

Forstöðumaður Bóka-og Héraðsskjalasafns Fjallabyggðar hefur valið merki úr tillögum hönnuðar fyrir Bókasafn Fjallabyggðar og Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar sem markaðs- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti.

Markaðs- og menningarnefnd valdi merki úr tillögum hönnuðar fyrir Listasafn Fjallabyggðar og felur markaðs- og menningarfulltrúa að ganga frá útfærslu merkisins í samræmi við niðurstöðu fundar.

Nefndin þakkar hönnuði fyrir góðar tillögur og fagnar því að nú munu þessar stofnanir eiga sín eigin merki. Merkin munu m.a. prýða nýjar heimasíður þessara stofnana.

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem ritar - Trölli áskilur sér rétt til að eyða óviðeigandi ummælum.