Austri sendir frá sér nýstárlega útgáfu af ítalska jólalaginu “Þú komst með jólin til mín” sem Björgvin Halldórsson hefur sungið fyrir landsmenn í áratugi. Lagið í flutningi Austra verður leikið á FM Trölla í dag, í þættinum Tíu Dropar sem er á sunnudögum milli kl. 13 og 15.


Austri eru tveir vinir og áhugamenn um tónlist úr Vestur-Húnavatnssýslu.
Það eru þeir Heiðar Örn Rúnarsson og Kristinn Rúnar Víglundsson.
Við erum betur þekktir undir nöfnunum “Heiðar hennar Kiddýar” og “Kiddi í Dæli”.

Það vill svo heppilega til að annar okkar er hrikalega góður að syngja og hinn hefur gaman af að semja undirspil og takt.

Svolítið fyndið að segja frá því hvernig Austra nafnið kom upp.

Við erum báðir mjög lágvaxnir menn og hefur okkur báðum verið strítt mikið í gegnum ævina fyrir það.
Því fannst okkur tilvalið að leita í Norræna goðafræði og fundum þar dverg sem hélt skýjunum uppi.
Það var einmitt dvergurinn hann Austri.

Við erum hvergi nærri hættir og eru strax allskonar verkefni komin í sigtin.

Við hvetjum alla að fylgja okkur á instagram undir nafninu austri.music

Kær kveðja
Heiðar og Kiddi