Jú þú last rétt, lesandi góður. Það verður nýr liður í þættinum í dag, og líklega framvegis. Hér er verið að tala um tónlistarhorn Juha.

Juha er mjög mikill áhugamaður um tónlist og hefur hann oftar en ekki bent okkur á mjög flott lög sem við höfum spilað í Gestaherberginu. Það verður spennandi að heyra hvað Juha ætlar að gauka að okkur í dag.

Þema þáttarins í dag er Reggae-tónlist, eða reggí eins og við berum það fram á okkar ástkæra ylhýra.

Ef þú hefur frábæra hugmynd um reggí-lag sem þú vilt heyra spilað í þættinum þá getur þú sent okkur tillögu á síðu Gestaherbergisins eða hringt í þáttinn í síma 5800 580 á milli klukka 17 og 19 í dag.

Fylgist með þættinum Gestaherbergið á FM Trölla á þriðjudögum frá kl 17:00 til 19:00.
FM Trölli næst á FM 103.7 í Eyjafirði, á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is.

Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is