Söngur með Kristjönu.

Langar þig að kynnast söngröddinni þinni? – Þá er ég til í að leiðbeina þér.

Ég kenni ungum börnum söng og nú langar mig að prófa að kenna /leiðbeina ykkur fullorðna fólkinu.

Ef þig langar að syngja fyrir framan aðra en hefur ekki kjarkinn  þá finnum við kjarkinn og gerum þetta saman.

Ef þig langar að  syngja lögin sem þig hefur alltaf langað að prófa, þá prófum við það.

Ef þig langar að kynnast  þjóðlögum  og vísnatónlist, þá gerum við það.

Ef þig langar að syngja í kór en veist ekki hvar röddin þín liggur þá finnum við hana saman.

Að lokum snýst þetta eingöngu um hvað þú villt gera í söngtímanum, ég er til staðar fyrir þig.

Söngurinn göfgar og glæðir!


Skoða á vef Tónlistarskólans á Tröllaskaga