Í Hólsdal, og kannski víðar, er búið að setja upp skilti með nýjum veiðireglum í Hólsá – og veitti ekki af. Er þetta liður í uppbyggingu árinnar, en í gegnum tíðina hefur lífríki hennar sem kunnugt er spillst verulega, m.a. vegna efnisnáms, og allt of mikið verið úr henni tekið af fiski líka, enda hefur öllum verið frjálst að veiða þar endurgjaldslaust, þar til fyrir skemmstu.

Veiði í ánni er nú eingöngu heimil börnum og ungmennum undir 16 ára aldri og leyfilegt að nota flugu, maðk og spún. Leyfilegur hámarksafli á dag er þrír fiskar og ber að skrá það sem veiðist í þar til gerða bók sem staðsett er við Hólsárbrú.

Ekki má veiða í ánni eftir 20. september ár hvert.

Eftirlit með Hólsá er í höndum bæjarstarfsmanna Fjallabyggðar, Stangveiðifélags Siglufjarðar og starfsmanna Valló ehf.

Af siglfirdingur.is
Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.