Fengum fyrirspurn frá bæjarbúa á Siglufirði varðandi bekki til að tylla sér á og hvort standi til að lagfæra göngustíga.
Hér að neðan má sjá spurningar og svör. Þökkum við Fjallabyggð fyrir greinargóð svör.

Spurt var:
Í mörgum bæjarfélögum eru hafðir bekkir til að tylla sér á meðfram göngustígum og gangstéttum hér eru ekki margir slíkir t.d. frá göngum að göngum, er ekki hægt að laga þetta ?
Stendur til að laga göngustíga ?

Svar frá Fjallabyggð:
Það er núna í vinnslu í samráði við Öldungaráð Fjallabyggðar og félög eldri borgara í Fjallabyggð að setja bekki á gönguleiðir í báðum byggðarkjörnum. Óskað var eftir tillögu að gönguleiðum frá félögum eldri borgara og verða bekkir settir niður á þær leiðir með vissu milli bili (100 – 250 metrar, fer eftir aðstæðum).

Sveitarfélagið á ca. 50 bekki sem eru settir upp á hverju sumri en flesta þarf að taka niður yfir vetrartímann. Ætlunin er að fjölga bekkjum nú í sumar og næstu sumur.

Við reynum að fara yfir alla göngustíga á hverju ári og það er engin breyting á því í ár. Einnig er ætlunin að lengja göngustíginn við Ólafsfjarðarvatn nú í sumar.

 

ÞAÐ MÁ SENDA OKKUR NAFNLAUSA SPURNINGU OG VIÐ LEITUM SVARS:
TILVALIÐ AÐ SENDA OKKUR SPURNINGU, T.D. VARÐANDI SAMFÉLAGSMÁL OG ÞESS HÁTTAR.
VIÐ ÁSKILJUM OKKUR ALLAN RÉTT TIL AÐ ÁKVEÐA HVORT SPURNINGIN EÐA SVARIÐ VERÐA BIRT.
Farið inn á: AÐ HAFA SAMBAND til að bera fram spurningu.

Texti: Kristín Sigurjónsdóttir og aðsendur
Mynd: Kristín Sigurjónsdóttir