Eigendur og rekstraraðilar útvarpstöðvarinnar FM Trölla og fréttavefsins Trölla.is, þau Kristín Sigurjónsdóttir og Gunnar Smári Helgason gengu í hjónaband þann 20. maí við fallega athöfn í Siglufjarðarkirkju.

Séra Sigurður Ægisson gaf parið saman og svaramenn voru Brynja Baldursdóttir og Ægir Bergsson.

Vilja þau koma á framfæri kærum þökkum fyrir góðar kveðjur og heillaóskir þeim til handa í tilefni brúðkaupsins.

Nýgift. Mynd/Guðný Ágústsdóttir

 

Hjónin með svaramönnunum þeim Brynju Baldursdóttur og Ægi Bergssyni. Mynd/Guðný Ágústsdóttir

 

Séra Sigurður gaf brúðhjónunum þessa gjöf í tilefni dagsins. Mynd/Guðný Ágústsdóttir

 

Myndir: Guðný Ágústdóttir