Það verður farið um víðan völl í Gleðibanka Helgu Hinriks í dag sem sendur verður út í beinni útsendingu frá Stúdíó 3 í Noregi kl. 13-14 á FM Trölla og á trölli.is.

Meðal annars verða spiluð tvö ný lög sem eru að fara að keppa í forkeppni, nokkur gömul vinningslög og ýmislegt þar á milli. 

Eurovision keppnin í ár verður haldin um miðjan maí í Tórínó á Ítalíu og mun Helga sjá um að rifja upp lög og kynna ný alla föstudaga fram að keppni. 


Hægt er að koma með uppástungur að lögum fyrir næstu þætti í gegnum fésbókarsíðu Gleðabanka Helgu:
https://www.facebook.com/GledibankiHelgu