Allmörg fyrirtæki á Siglufirði og í Ólafsfirði bjóða viðskiptavinum sínum upp á heimsendingar þjónustu vegna samkomubannsins og þeirra sem þurfa og vilja halda sig heima vegna Covid-19.

Aðalbakarí á Siglufirði býður upp á heimsendingar þjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki sé verslað fyrir 2.500 kr. eða meira.

Hægt er að panta brauð og vörur í síma 467 1720 og greiða með korti símleiðis.

Tekið er á móti pöntunum á milli kl. 09:00 – 11:00 og vörurnar keyrðar út samdægurs á milli 11:00 – 13:00.

Fiskbúð Fjallabyggðar hefur lokað fyrir hefðbundna opnum en býður upp á heimsendingar þjónustu.

Panta þarf fyrir kl. 14:00 frá mánudegi til fimmtudags og fá viðskiptavinir vörurnar heim að dyrum.

Pöntunarsími er 467 1172 / 868 6997. Sjá: Facebook

Hægt er að panta þessar vörur í Fiskbúð Fjallabyggðar

Torgið Siglufirði býður upp á hádegismat alla daga og þarf að vera búið að panta fyrir kl.11:00. Réttir dagsins eru einungis í take away. Verð: 1.990 kr.

Matseðill vikunnar er:
Miðvikudagur – fiskur í raspi
Fimmtudagur – lærisneiðar i raspi ásmat meðlæti
Föstudagur – kjúklingabitar, franskar og kokteilsósa

Pantanir berist í síma 467 23 23

Opið er á Torginu föstudaga, laugadaga og sunnudaga frá 18:00 – 20:00 í pizzur og heimsendingu.

Hægt er að fylgjast með matseðli og tilboðum á facebook síðu Torgsins.

Vídeóval á Siglufirði hefur lokað fyrir hefðbundna þjónustu vegna Covid-19 og býður því upp á heimsendingar þjónustu ef verslað er fyrir 2.000 kr. eða meira. Opið er mánudaga, miðvikudaga, föstudaga og laugardaga.

Tekið verður á móti pöntunum á milli kl. 20:00 – 21:00 og þær vörur keyrðar út samdægurs, frá 20:30 – 21:30.

Einungis er hægt að símgreiða fyrir vörurnar.
Sjá: facebook. Pöntunarsími: 848 7443.

Boðið er upp á ís í heimsendingu

Kaffi Klara í Ólafsfirði er með í boði Take away rétti og hér að neðan má sjá matseðil vikunnar.

Hér má skoða facebook síðu Kaffi Klöru.


Höllin Ólafsfirði

Höllin veitingahús í Ólafsfirði bíður upp á allan mat af matseðli í take away. Hægt er að skoða matseðil á facebook síðu Hallarinnar.

Pantanir í síma: 466-4000

Opnunartími Hallarinnar er alla virka daga frá 12:00 – 13:30 / 18:00 – 20:30.
Laugardaga og sunnudaga frá kl. 18:00 – 20:30.

Opnunartíma verður breytt þegar líða fer á maí.