Appelsínugul viðvörun vegna veðurs tekur gildi á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra í kvöld.

Það er reiknað með suðvestan 20-28 m/s og vindhviðum yfir 40 m/s. Einnig má búast við talsverðri snjókomu og síðar éljum með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Ferðaveður metið varasamt.

Á laugardag:
Suðvestan 15-25 m/s, hvassast NV-lands. Él og hiti nálægt frostmarki, en úrkomulítið á A-landi. Rigning eða slydda með köflum SA-til með hita 0 til 5 stig. Dregur úr vindi seinnipartinn.

Á sunnudag:
Suðvestan og vestan 13-20, en hægari síðdegis. Él og frost 0 til 7 stig, en bjartviðri á A-landi.


Skjáskot/Veðurstofan