JÓLAPAPPÍR

Allur jólapappír má fara í endurvinnslutunnuna.
Tilvalið er að geyma það sem heilt er, eins og t.d. skrautborða og jólapappír og nota aftur á næsta ári.

Opnunartími Hirðu um hátíðarnar er eftirfarandi;

Laugardaginn 22. desember kl. 11:00-15:00
Fimmtudaginn 27. desember kl. 14:00-17:00
Laugardaginn 29. desember kl. 11:00-15:00
Fimmtudaginn 3. janúar kl. 14:00-17:00

Áramótin

Mikið rusl fellur til um áramót þegar flugeldum er skotið á loft. Oft liggja eftir tómir flugeldakassar, spýtur og prik á víð og dreif  og biðlum við til íbúa og fyrirtækja að huga að nærumhverfi sínu og taka til eftir áramótagleðina.

Rusl eftir flugelda skal flutt til Hirðu. Varað er við því að leyfum af flugeldum sé hent í ruslatunnur öryggisins vegna. Flugeldarusl á að skila sér beint í almennt sorp í Hirðu, nema ósprungnir flugeldar – þeir fara í spilliefnagáminn (ekki gjaldtaka)

Ljósaperur

LJÓSAPERUR – flúorperur, halogenperur og sparperur –  flokkast sem spilliefni og skal safnað sérstaklega vegna þess að þær innihalda spilliefnin flúor og kvikasilfur sem þarf að fanga til að þau komist ekki í jarðveg.
Ljósaperum skal skila til Hirðu á opnunartíma (ekki gjaldtaka).

Rafhlöður

Í rafhlöðum eru spilliefni sem eru hættuleg bæði heilsu okkar og náttúrunni komist þau í snertingu við umhverfið. Það er því mikilvægt að engar rafhlöður endi í heimilissorpinu heldur sé komið til úrvinnslu til viðurkenndra aðila sem hafa þekkingu til að farga eða eyða rafhlöðunum, og þar með lágmarka umhverfis- og heilsuspjöll af völdum rafhlaðna.
Rafhlöður skal setja í endurvinnslutunnuna í lokuðum pokum eða skila til Hirðu á opnunartíma (ekki gjaldtaka).

Umhverfissvið Húnaþings vestra

 

Mynd: Kristín Sigurjónsdóttir