Aukið atvinnuleysi hefur mælst á milli mánaða í Húnaþingi vestra. Á atvinnuleysisskrá í október voru 8 einstaklingar án atvinnu en í nóvember 14 án atvinnu. Atvinnuleysi er mest hjá fólki á aldrinum 20 – 35 ára eða 8 manns, 4 á aldrinum 45-55 ára og 2 einstaklingar á aldrinum 65-67 ára.

Í nóvember 2017 voru 11 án atvinnu. Ef rýnt er frekar í atvinnuleysistölur Hagstofunnar fyrir Húnaþing vestra má sjá hvaða menntun atvinnulausir hafa og í hvaða starfsgreinum þeir eru.

Mynd: Kristín Sigurjónsdóttir