Aflatölur í Fjallabyggð til og með 20. nóvember með samanburði við fyrra ár.

Á Siglufirði hefur verið landað 20.338 tonnum í 1.860 löndunum en á sama tíma í fyrra hafði verið landað 26.676 tonnum í 1.809 löndunum.

Í Ólafsfirði hefur verið landað 511 tonnum í 293 löndunum, á sama tímabili í fyrra var landað 376 tonnum í 356 löndunum.