Mynd/Grunnskóli Fjallabyggðar

Mánudaginn 1. mars var haldin undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar.

Keppnin heppnaðist vel og var streymt til foreldra. Nemendur bekkjarins lásu bæði texta og ljóð og þriggja manna dómnefnd sá um að velja tvo fulltrúa bekkjarins til að taka þátt í lokahátíð keppninnar sem fer fram á Akureyri þann 9. mars næstkomandi.

Nemendur stóðu sig allir mjög vel en þær Hanna Valdís Hólmarsdóttir og Katrín Hugljúf Ómarsdóttir voru valdar til að taka þátt fyrir skólans hönd.