Fiskbúð Fjallabyggðar á Siglufirði hefur verið lokað tímabundið.

Á facebooksíðu fiskbúðarinnar er eftirfarandi tilkynning.

“Kæru viðskiptavinir

Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu og uppvöxt á veiru fjandanum, höfum við hjónin ákveðið að hafa lokað í Fiskbúðinni okkar.

Staðan hefur verið erfið og mjög óljós einsog hjá flestum í fyrirtækjarekstri og upp hefur komið sú staða að Hákoni var boðið að fara á sjó næsta túr á Sólberginu eftir viku, sem erfitt var að hafna.

Fiskbúðin er okkur afar kær og vonandi með bjartri og veiru frírri framtíð þurfum við ekki að grípa til slíkra aðgerða.

Ef það er eitthvað óljóst eða ef ykkur vantar Ramma rækjur eða Ýsu eða Þorsköskjur þá er hægt að hringja í Gerðu í síma 690-7363.

Vonum að staðan verði bjartari þegar Hákon kemur í land. Opnun verður auglýst síðar.

Stöndum öll saman.

Kv. Gerða og Hákon”