Í þættinum Tónlistin í dag verða spiluð þau 10 lög sem taka þátt í söngvakeppninni á RÚV 18. og 25. febrúar næstkomandi.

Einnig verða spiluð önnur ný lög og hugsanlega einhver gömul.

Listi yfir flytjendur þáttarins er ekki alveg klár þegar þessi frétt er skrifuð en svona gæti hann litið út.

 • Bragi
 • Móa
 • Benedikt
 • Celebs
 • Diljá
 • Kristín Sesselja
 • Langi Seli og Skuggarnir
 • Silja Rós og Kjalar
 • Úlfar
 • Sigga Ózk
 • 1860
 • Ingó Veðurguð
 • Greifarnir
 • Kári

Athugið að þetta þarf ekki endilega að vera endanleg röð laga.

Svo verður spennandi að heyra hvaða fleiri lög verða spiluð í þættinum Tónlistin á FM Trölla klikkan 13:00 til 14:00 í dag.

FM Trölli er á FM 103.7 MHz á Tröllaskaga, í Skagafirði og á Hvammstanga og nágrenni.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á trolli.is, á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com

Minnum einnig á skip.trolli.is  sem er sérstakur lágbitastraumur fyrir minni netsambönd.

Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.