Kaffikaka með valhnetum og hlynsírópsglassúr

Kaka:

 • 1 ½ bolli smjör
 • 1 ½ bolli sykur
 • 1 ½ tsk vanilludropar
 • 3 egg
 • 1 ½ bolli sýrður rjómi
 • 3 bollar hveiti
 • 1 ½ tsk lyftiduft
 • ½ tsk matarsódi
 • ¼ tsk salt
 • 1 bolli grófhakkaðar valhnetur
 • 1 ½ tsk kanil
 • ¾ bolli púðursykur
 • 2 msk vanilludropar
 • 2 msk vatn

Glassúr:

 • 1 ¼ bolli flórsykur
 • ½ bolli hlynsíróp (maple syrup)
 • 1 tsk vanilludropar

Hitið ofninn í 165°.

Hrærið smjör og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt. Bætið 1 ½ tsk af vanilludropum saman við og eggjunum, einu í einu og hrærið vel á milli. Hrærið sýrða rjómanum saman við. Sigtið hveiti, lyftiduft, matarsóda og salt saman og blandið saman við deigið.

Hrærið saman valhnetum, kanil og púðursykri í annari skál.

Smyrjið formkökuform (passið að hafa það í stærri kanntinum) og setjið 1/3 af deiginu í botninn á því. Stráið 1/3 af hnetublöndunni yfir. Endurtakið þar til komin eru þrjú lög af deigi og hnetublöndu (endið á hnetublöndunni). Hrærið vanilludropum ov vatni saman í skál og dreifið yfir efsta lagið af hnetublöndunni.

Bakið kökuna í 80 mínútur eða þar til prjóni stungið í kökuna kemur hreinn upp. Kælið kökuna áður en glassúrið er sett á.

Glassúr: Hrærið saman flórsykri, hlynsírópi og vanilludropum þar til blandan er slétt. Setjið yfir kökuna og njótið.Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit