Með hlýju loftinu í dag verða snarpir og varasamir sviptivindar frá um kl. 9 og fram yfir hádegi á norðanverðu Snæfellsnesi og í Ísafjarðardjúpi. Eins á Norðurlandi frá um kl. 11 og þar til síðdegis.  Einkum vestantil í Eyjafirði norðan Akureyrar og á Tröllaskaga. 

Veðurspá gerir ráð fyrir hlýindum um allt land á dag, sunnudaginn 5. febrúar, og hvassri eða allhvassri sunnanátt. Búist við ákafri rigningu á sunnan- og vestanverðu landinu. Þar sem ekki rignir gætu hlýindi og hnjúkaþeyr valdið hraðri snjóbráðnun.

Við þessar aðstæður aukast líkur á votum snjóflóðum, krapaflóðum og skriðuföllum. Á svæðunum þar sem ekki rignir er töluverður snjór og þar eru vot snjóflóð líklegri en krapaflóð og skriðuföll.

Forecast storm tomorrow with temperatures above freezing level.  Turbulent wind and strong gusts locally at: Snæfellsnes, Vestfirðir and N-Iceland. Expected mainly by late morning and until afternoon